Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 145
145
Þorvaldur skýrir skakkt frá, geta um íslandskort
sem hann minnist ekki á og skýra nöfn á gömlum
Islandskortum eptir föngum, en sum þeirra hef jeg
þó ekki þorað að eiga neitt við.
Fyrst get jeg um kort þau sem Þorvaldur nefnir
og geri um leið íáeinar athugasemdir við almenna
kortsögu hans.
Bls. 83 o. s. frv. minnist Þorvaldur á ýmislega
gerð á landabrjefum frá miðöldunum. Hjer hefði
átt að geta um hiartamynduðu kortin, sem tíðkuðust
á 16. öld. Stundum eru hjartakort þessi í laginu
eins og hjarta er venjulega dregið upp, en optast
eru þau talsvert breiðari. Island er að minnsta
kosti á tveimur af þessum hjartakortum, korti
Orontiusar Finæusar 1531 og optar, og á hjartakorti
Ger. Mercator’s 1538. A fyrra kortinu er Island
(Islanda) austur frá suðurhluta Grænlands, fyrir
norðan heimskautabaug, og hjer um bil ferhyrnt í
laginu. Thyle er talsvert sunnar og miklu austar,
skammt vestur frá Dacia eða Jótlandi. A hjartakorti
Mercators er ísland fyrir sunnan heimskautabauginn
að mestu leiti, skammt austur frá suðurhluta Græn-
lands, en norður frá Irlandi1. A öðru korti eptir
Orontius Finæus 1536 er ísland þrístrent í laginu2.
Bls. 84 drepur Þorvaldur á landabrjef frá 14.
öld og segir að þau sjeu alþakin kompásstrikum.
Þetta er dagsatt um mörg landabrjef frá þessum
dögum, t. d. catalaniska kortið, en aptur er til tals-
vert af landabrjefum frá þessu tímabili, sem ekkert
1) Nordenskiöld: Facsiraile-Atlas till Kartograíiens Hist-
oria. Stockh. 1889, bls. 89, 91, Tab. XLI, XLIII.
2) Sama rit., bls. 81.
10