Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 146
146
kompásstrik sjest á og má því ekki taka orð Þor-
valds svo, að öli landabrjef frá 14. öld sjeu sjókort,
þótt það virðist reyndar liggja beinast við.
Bls. 85 og 89 getur Þorvaldur um útgáfur af
landafræði Ptolemeusar. Ekki kemst Nordenskiöld
að sömu niðurstöðu og heimildarmenn hans. Nord-
enskiöld segir, að fyrsta útgáfa af landafræði Ptole-
meusar liafi komið út í Bologna (Bononia) 1462 (1472)1.
Hann telur alls 54 útgáfur og svo 26 psevdo-
útgáfur2; komu út 47 útgáfur, en 25 psevdo-útgáfur
fyrir 1700, eptir því sem Nordenskiöld segir.
Bls. 91 minnist Þorvaldur á engil-saxneskt
landabrjef frá 10. öld. Það er prentað hjá de Saint-
Martin3. Eins og lætur að líkindum stendur »Island«
á kortinu, en ekki Island. Austurhluti landsins er
dálítið vogskorinn og skerst allmikill flói inn í hann
sunnanverðan.
A sömu siðu getur Þorvaldur um Ranulphus
Hygden og kroniku hans. I útgáfu þeirri, sem jeg
hef haft undir höndum: Polycronycon, Southvverke,
1527, fol., er ekkert kort. Ekki er það rjett að
Hygden taki upp í bók sína lýsingu Giraldusar
Cambrensis, því þótt sumt sje svipað hjá þeim, sleppir
Hygden sumu sem Giraldus getur um, en getur aptur
um ýmislegt, sem Giraldus nefnir ekki. Hygden
lýsir Islandi á þessa leið: »Iselonde. Austan að
eyu þessari liggur Noregur, en norðan að henni
liggur frosið haf, þ. e. mare congelatum. Landsbúar
eru stuttir í svörum og sannorðir og klæddir skinnum
1) Nordenskiöld: Facsimile-Atlas 1889, bls. 12.
2) Sama rit, bls. 12—80.
3) Vivien de Saint-Martin: Atlas dressé pour l’Histoire
de la Géographie. Paris. 1874. Tab. VI, nr. 2.