Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 147
147
viltra dýra. Þeir eru flskimenn og er sami maður-
inn konungur þeirra og prestur. Þar eru grávalir
(»grefawcos«) og góðir haukar og þar eru hvíta-
birnir, sem brjóta ísinn til að draga fiska. í landi
þessu er ekkert sauðfje, ekkert korn nema hafrar
og er það vegna hins mikla kulda. Þriggja daga
sigling er frá eyu þessari til írlands og Bretlands1.
Ekki er það rjett hjá Þorvaldi, að de Costar geti þess
að »Islanda« standi á eyu fyrir utan Rínarmynni.
Hann segir þvert á móti, að Hygden kalli ísland
»Tile«2 3, og sjest þó ekki nafn þetta á eptirmynd
þeirri af kringludrætti Hygdens, sem hann færir til
í ritgjörð sinni. De Saint-Martin tekur líka upp
eptirmynd af kringludrætti Hygdens í kortasafn sitt®
og sjest þar hvorugt nafnið, Island nje Thule. í
kortasafni Santarem’s4 er miklu greinilegri eptir-
mynd af kringludrætti Hygdens en á báðum hinum
stöðunum. Hjer eru ýmsar eyar fyrir norðvestan
Norðurálfu og þar á meðal eya undan Rínarmynni,
eins og Þorvaldur segir, en á henni standa nöfnin
»Noranegra« og »Jslandia«. Nokkru sunnar eru eyar
tvær, »Winelad« nær meginlandinu, en »tile« vestar
og nær lengra til suðuráttar. Enn sunnar er »dacia«
(Danmörk) og fleiri eyar. Allar eru eyarnar fer-
strendar, en misbreiðar og langar. Lýsing þessari
ber ekki saman við það sem de Costa segir, en þess
verður að geta, að til eru tveir kringludrættir eptir
1) Polycrornycon 32. bl. b, 1. d.
2) Arctic Exploration, bls. 177.
3) Atlas Tab. VI, nr. 4.
4) De Santarem: Atlas composé de Mappemondes et de
Cartes hydrographiques et historiques du XI. au XVII.
siécle. Paris. 1852.
10*