Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 149
149
inu1, en það er ekki eins greinílu0rt og sólritið. í
skýringunni viðkortiðerlesið »scillanda« fyrirstillanda,
en er auðsjáanlega rangt. A eptirmynd þeirri af
catalaniska kortinu sem er hjá de Saint-Martin er
líka lesið »scillanda« og sagt að eyan þýði Shetland.
(Atlas, Tab. VII.). Norður af Islandi er eya og er
sagt í skýringunni að hún heiti »catanes«, de Saint-
Martin les »Chatanes«; Katanes var nyrzt á Skotlandi,
eins og kunnugt er; en á sólritinu er nafnið svo
ógreinilegt, að það verður varla lesið. Ef Katanes
er rjett lesið þá er það órækur vottur um, að höf-
undur catalaniska kortsins hefur haft talsverðar
sagnir af Norðurlöndum.
1871 var gefin út í Venedig ágæt eptirmynd
korti Andrea Bianco’s2, fótotýpía eða sólrit. Þar
er mynd af »ixola ttiles«, þar sem Þorvaldur segir,
en nöfnin stoc-fis og Stilanda sjást hvergi og er
merkilegt, því fótotýpíur ná annars3 alveg frumrit-
inu. Nöfn þessi sjást ekki heldur hjá de Santarem.
Varlegt mun þó vera að rengja Nordenskiöld4, því
hann hefur ef til vill sjeð frumritið sjálfur. Skammt
frá Skotlandi er eya alveg með sama laginu og
»ixola ttiles«, og bendir það ef til vill til þess að
Andrea Bianco hafi haft hugmynd um tvenns konar
Thule, ísland og eyu skammt frá Skotlandi. Enn má
geta þess að hjer er eya suðvestur frá Irlandi, alveg
eins í laginu og uppdráttur íslands eptir Claudiusi
1) Notices et extraits des manuscrits de la Bibliothéque
du roi XIV, 2 og fylgir því skýring bls. 1—152.
2) Fac-simile dell Atlante di Ándrea Bianco dell’ anno
1436, illustrato dá Öscar Peschel. Venezia 1871.
3) Atlas.
4) Sbr. tilvisun Porvalds og Facsimile-Atlas, bls. 53.