Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 152
152
Eya þessi er látin vera langt i suðaustur frá »Jlla-
tjlle«1 2 3.
A Ruyschkortinu er Island jafnrajótt að sunnan
og norðan8.
Flóinn á Sylvanuskortinu í útgáfu af Ptolemeus,
Venetiis 1511, skerst inn í Island að vestanverðu8.
Kort Laurent Frisiusar er frá árinu 1522. Það
er f útgáfum þeim af Ptolemeusi sem Þorvaldur
nefnir og svo í útgáfunni frá 1535. Island er vestur
frá suðurhluta Noregs, en hinar eyarnar í suðvestur.
Grænland er hjer í eyarlíki4.
Bls. 98 getur Þorvaldur um uppdrátt eptir
Benedetto Bordone 1521. Nordenskiöld sannar að
uppdráttur þessi er frá 15285.
Ekki þykir mjer Þorvaldur lýsa korti Baptista
Pedrezano’s 1548 sem allra nákvæmast. Kortið ber
alls ekki með sjer, að það sje stælt eptir korti
Ziegler’s, en aptur er það mjög líkt kortinu i British
Museum frá 13. öld, nema hjer veit það norður sem
þar vissi suður. ísland er kallað hjer bæði »Islandt«
og Thyle, og sjást trje á landinu, sem eflaust eiga
að þýða skóga. Fyrir norðan landið stendur »Bor-
eum«, en »pmo«6 nyrzt á landinu. Þetta á að öllum
líkindum saman og á að þýða norðurodda landsins,
ef til vill Horn á Hornströndum. »Madher | pmo«
er suðvestan til á landinu, en »Cohas | pmo« á suð-
vesturskaganum. Iíjer er reyndar sagt með skýrum
1) Les monuments de la Géographie ou Recueil d’anc-*
ennes cartes par M. Jomard. Paris, Tab XIX—XX.
2) Nordenskiöld : Facsiinile-Atlas, Tab. XXXII.
3) Nordenskiöld: Facsimile-Atlas, Tab. XXXIII.
4) Sama rit, Tab. XXXIX.
5) Sama rit, bls. 103.
6) = promontorium, höfði.