Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 153
153
orðum, að örnefni þessi tákni bæði höfða, en það er
ekkert að marka, því slikar villur koma opt fyrir
á gömlum kortum og þvkir mjer sennilegt, að-
»madher« eigi að þýða Möðruvelli í Hörgárdal, eða
að minnsta kosti er nafn þetta mjög líkt »modiir«,
»modur« og »mödur«, en svo eru Möðruvellir nefndir
í ritum frá 17. öld og fyrri hluta 18. aldar1. »Cboas«
er mjer aptur ekki Ijóst hvað á að þýða, en geta
má upp á Kjós. Grænland er lijer áfast við megin-
landið og standa á því nöfnin »ISLANDIA«' og^svo
»Berge«, »Scalholdin« og »Holen | sis«. Tvö seinustu
nöfnin eiga eflaust að þýða Skálholt og ^Hóia,|og
»Berge« á eflaust líka við Island, eða að minnsta
kosti stendur »BERGHE« eða Bergen á korti Olausar
Magnusar og mörgum öðrum gömlum Islandskort-
um.
Þá hef jeg minnzt á flest kort, sem Þorvaldur
nefnir, og koma nú til sögunnar kort sem hann
nefnir alis ekki.
Á heimskorti frá 11. öld sem geymt er í Brit.
Mus., er lega Islands og lag mjög svipað og á korti
því sem næst verður getið um. Þó er það vogskorið
hjer að norðan og misjöfnurnar eru meiri hjer og
jafnari. Austan á landinu stendur »island«, en »cero
| doli | nu | us« að vestan í 4 línum. Thule (Tijleri)
er stór eya norður af írlandi, en vestur af Orkn-
eyum2. Ekki skil jeg cerodolinuus, en miklu er kort
þetta eldra en Doniskortið 1482 og er það því ekki
rjett hermt sem Þorvaldur segir (bls. 94), að þar
sjáist í fyrsta skipti önnur nöfn en nafn landsins
sjálfs.
1) Sbr. ritgjörð mína í Tímar. Bmijel. 1887, bls. 149.
2) de Santarem: Atlas.