Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 155
165
«annorð þjóð, þessvegna ræður [þar] presturinn«, þ.
e. prestastjettin. Suður frá Islandi liggja eyar tvær,
»Witland« fFinnland eða Vínland) nær meginland-
inu, en Thule vestar. Við Witland stendur: »Þjóð
sem dýrkar skurðgoð«, er »eyan Tile« við Thule1.
Annað heimskort er í Brit. Mus. frá 13. öld.
Heimurinn er hjerlíka sporöskjulagaður, en hvass í
báða enda. Noregur (Norguegia) er eya fyrir vest-
an Norðurálfuna, en Orkneyar (Orcade) fyrir aust-
an hann. Þar suður undan eru eyar tvær, »Wynt-
landia« nær landi, en »jJslandia« vestar og nær
lengra suður. Þar suður af eru enn eyar tvær, Dan-
mörk (Dacea) og »Tilj« vestar. Allar eru eyarnar
ferstrendar, en sumar styttri en sumar2.
A korti frá 14. öld á konungsbókasafni í París
«jást meðal annars nöfnin Norlbegia (Noregur), Js-
landia, Wiinelandia (Vinland) og Tijle á norðurhelm-
ingi jarðar. Vinland er hjer fyrir vestan Island3.
A heimskorti bræðranna Pizigani 13674 er »Jn-
sula sialanda« norður frá Skotlandi, en vestur frá
Noregi, sem er hjer mjög aískræmislegur í laginu.
Sjálanda á auðsjáanlega að tákna hjer Island. Það
-er fimmhyrningur, nöbbóttur og víkóttur.
í Brit. Mus. er heimskort frá 14. öld5. Heimur-
inn er hjer sporöskjulagaður og liggja 4 eyar í út-
sænum fyrir vestan Norðurálfuna: Bretland er stærst
og heitir það »Scot[ia] Auglia Walia* eða Skotland,
England og Wales. Hinar eyarnar eru »norwegia«,
1) de Santarem: Atlas.
2) de Santarem: Atlas.
3) Sama rit.
4) Jomard, Tab. XLIV-XLV.
5) Sama rit, Tab. LVIII—LIX nr. 6.