Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 160
160
4. kortið hjá Kunstmann er líka frá fyrsta hluta
16. aldar. Þar er ísland (ISLANDA) svipað og á 3.
kortinu, nema 8 eyar eru umhverfis það. Suðaustur
frá landinu er »dannebrogsflagg« og er það allmerki-
legt um svo gamalt kort, en á hinn bóginn er ekki
alveg víst, að það þýði nokkuð, því opt eru gömul
kort prýdd veifum og öðru skrauti. Aptur er það
skrítin tilviljun, að veifa Dana skuli einmitt lenda
hjá íslandi, ef það á ekki að þýða neitt sjerstakt.
A korti Pedro Reinel’s 1505 er Island nafnlaust,
, en ekki alveg óskaplegt í laginu1 2.
A kúlukorti Schöners, Niirnberg 1515, liggur Is-
land (Islandia) norður frá Irlandi, en vestur frá norð-
j urhluta Noregs. Það er perumyndað, en þó er nes
- vestur úr. Norðurheimskautabaugurinn liggur hjer
yfir landið. Svipað er Island á kúlukorti Antonio’s
Floriani’s frá miðri 16. öld. Þó nær það ekki norð-
v ur undir heimskautabaug og nes liggur suðaustur úr
■ landinu*.
A gömlu korti frá fyrsta hluta 16. aldar er Is-
’ land fremur afskræmislegt. Þó sjest stór flói vestan
í landið. Kringum það eru ýmsar eyar, sem nefnd-
ar eru óskiljanlegum nöfnum, roscam, rudus, grius,
femme og Færeyar tvisvar, ferensis og feronsis. Is-
land heitir hjer »iusula de nreslant« og er beint norður
frá Skotlandi og írlandi og skammt í milli, en nokkru
; suðvestar er Labrador3.
Á korti eptir Petrus Apianus, Viennæ 1520,
. er ísland (Islant) talsvert fyrir norðan heimskauta-
1) Sama rit, Tab. I.
2) Nordenskiöld: Facsimile-Atlas, bls. 78, 81.
3) Kunstmann: Atlas, Tab. II.