Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 174
174
lega minnzt á ísland (Islonde), þar sem talað er um
Irland; er sagt að þar sje 6 mánaða nótt, en svo
komi dagurinn fagur og heiður og standi hann yfir
aðra 6 mánuði. »Annar staður er á sömueyu sem
brennur nótt og dag.«
I Rudimentum novitiorum, Liibeck 1475, er kafli
þessi um ísiand: »Um Yselandia. Iselandia1 er hið
yzta land í Norðurálfu og liggur fyrir norðan Nor-
eg. Takmörk landsins þau sem fjær liggja eru of-
urseld sífeldum jökli, enda nær það til norðurs yfir
strönd útsæfarins. Þar er hafið frosið vegna ofmik-
ils kulda. Austan að Islandi liggur Skýtland hið
efra2, en Noregur að sunnan, írlandshaf að vestan,
en frosið haf að norðan; er því iandið nefnt Yse-
landia, sem þýðir ís-land, og ennfremur af því að
sagt er að þar sjeu snjófjöll, sem frosin í harðan
jökul. Þar finnast kristallar. í landi þessu er lika
hvítabirnir miklir mjög og hinir grimmustu. Þeir brjóta
ísinn með klónum og gera margar holur og kafa
niður í hafið gegnum þær. Þeir veiða fiska undir
ísnum, draga þá upp um holur þær, sem minnzt hef-
ur veríð á, draga þá til strandar og jeta þá. Land-
ið er ófrjósamt að því er snertir jarðargróður, nema
á einstaka stað, en þó vaxa þar varla hafrar í döl-
unum. Gras og trje vex aðeins þar sem menn búa
og á þessum stöðum framleiðir landið villidýr og
fæðir stórgripi. Af þessu leiðir, að landslýðurinn lifir
mestmegnis á fiski og veiðum og keti, því sauðir
geta ekki lifað þar vegna kulda og af þessum ástæð-
um verjast íbúar landsins kuldanum og hylja líkama
sína feldum villidýra og bjarndýra, sem þeir veiða.
1) «Iselandia« stendur líka i registrinu.
2) Hjer er ef tii vill átt við Danmörku.