Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 177
177
Fvrir ofan tindinn stendur «NIX P[e]R[enn]E« (ei-
lífur snjór, jökull), en til hliðar »IGNIS CÖBV | RES
AQVA« (eldur sem brennir vatn). Austur frá Heklu
er þriðja eldfjallið og er það ekki nefnt í bók Olausar
Magnusar, því »MONS SACTS« eða Helgafell, sem
liggur austur af þessu fjalli, er ekki látið vera hjer
eldfjall. Öll nöfnin sem standa á kortinu koma opt
fyrir á Islandskortum eptir þetta. »Bergen« og
»Vallen« eru ávallt látin vera austantil í landinu.
Mjer hefur dottið í hug að Bergen gæti verið þýzk
þýðing á Fjöll, Fjallasveit, en Vallen ætti að þýða
Vallanes. Mons crucis er sama sem Kreussberg hjá
Míinster (sjá bók Þorvalds, bls. 133), en jeg þekki
ekkert islenzkt fjall, sem heitir því nafni. Ostrabord
á eflaust að þýða Austfirði, en Rok Reykjanes, og
kemur það nafn fyrir í ýmsum myndum á gömlum
íslandskortum. Island er mjög ólíkt sjálfu sjer i
laginu á korti Olausar Magnusar, og er það því ekki
rjett, sem Þorvaldur segir (bls. 212), að uppdráttur
Olausar Magnusar 1539 hafi verið hið síðasta og
bezta kort af Islandi þangað til uppdráttur Guðbrands
biskup kom út 1595, því bæði komu út mörg kort
af íslandi frá 1539—1595, eins og áður er sýnt fram
á, og svo eru sum af kortum þessum, einkum Merca-
torskortið 1569 og kort Ortelíusar 1570, mun betri
að því er snertir alla lögun landsins en kort Olausar
Magnusar.
Skýring fylgir korti Olausar Magnusar, sem
Þorvaldur getur ekki um. Hún er prentuð á 1.
kortinu og skal jeg geta þess sem stendur þar, en
Þorvaldur færir ekki til upp úr bók Olausar Magn-
usar. Það sem Þorvaldur kallar brennisteinsker1
1) Bls. 140, sbr. bls. 136.
12