Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 178
178
skýrir Olaus Magnus á þessa leið: »Fjórar upp-
sprettur hins beizkasta eðlis1. Ein er síheit og
breytir öllu því í stein, sem sett er niður i hana,
en hin fyrri lögun þess helzt þó. Önnur er óþolandi
köld. Hin þriðja framleiðir öllegan vökva. Hin
fjórða gufar upp banvænni ólyfjan2. Olaus minnist
hjer á eld, sem brenni vatn, en ekki hör. Hann
segir líka, að auk hvítra hrafna, fálka og bjarndýra
sjeu á íslandi skjallhvítir skjórar (picæ), tóur og
hjerar. Þar sjeu enn fremur kolsvartar tóur. Nú
getur Olaus þess, að sálir kveljist í ísnum og að
steinar virðist fljúga vegna mikillar gufu3. Enn
segir Olaus Magnus um hvalina í hafinu fyrir sunnan
landið, að þeir sjeu stórir eins og fjöll, og eyðileggi
skipin ef þeir sjeu ekki fældir á burt með lúðra-
hljómi og tómum, sívölum tunnum sje fleygt í sjóinn.
Um Englendingana sem hafa fest sig við hvalinn
segir hann: »Sjómenn komast opt í hættu, þar sem
þeir festa atkeri í bakinu á hvölum, sem þeir halda
að sjeu eyar«. Ef þessi viðbót mín er borin saman
við lýsingu Þorvalds, skil jeg ekki í öðru en lesend-
urnir geti fengið glögga hugmynd um uppdrátt 01-
ausar Magnusar af Islandi 1539.
Tveir aðrir uppdrættir eru til af íslandi eptir
Olaus Magnus, en þeir eru báðir óinerkilegri en sá,
sem lýst hefur verið, einkum sá fyrri. Annar er á
Norðurlandakorti í fyrstu útgáfu að riti hans: Hist-
oria de gentibus Septentrionalibus 1555. Hjer er
Island (ISLADIA) mjög afskræmislegt í laginu. Það
1) >amerissimæ naturæ*.
2) Sbr. frásagnir Gemma Frisiusar um uppsprettur 4
íslandi (Bók Þorvalds bls. 151).
3) Sbr. frásagnir Saxo’s (Bók Þorvalds, bls. 69).