Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 181
181
inguna. Þegar jeg ritaði »Um ísland og íslendinga«
í Tímarit Bókmenntafjelagsins þekkti jeg ekki heldur
þýðingu þessa1, en síðan hef jeg rekið mig á hana.
Hún er í »Pvrchas his Pilgrimes III, London 1625,
fol.«, bls. 643—53 og fylgir hjer íslandskort .Todo-
cusar Hondiusar.
Að því er snertir Sigurð Stefánsson (bls. 202—
205) má geta þess, að handrit af korti hans er í
Grænlandslýsingu Þórðar biskups Þorlákssonar, Ny
kgl. Saml. 997, fol. í Ny kgl. Saml. 1088 fol. b.
hefur kort þetta líka verið til skamms tíma (Terr-
arum byperborearum delineatio. Anno 15742 3), en
er þar ekki nú. Grænlandskort Sigurðar er prentað
fyrst í Grönlandia eptir Þormóð Torfason8, en er
þar talsvert öðruvísi en í handritum og útgáfum
Steenstrups. Gustav Storm hefur líka látið prenta
það4.
Bls. 207 getur Þorvaldur þess, að síðan á 16. öld
hafi verzlunarmálin verið kjarninn í allri íslenzkri
pólitík. Víst er það, að verzlunarmál varða mjög
mikils í hverju landi sem er, og eins víst er það, að
verzlunarmál hafa opt verið mergurinn málsins í
stjórnarmálum Islands, en aptur þykir mjer það of-
sögum sagt, að þau hafi verið kjarninn í íslenzkri
pólitík allar götur ofan frá 16. öld. Jeg get t. d.
ekki betur sjeð en að annað hafi ráðið mestu í ís-
lenzkri pólitík en verzlun síðan jeg komst til vits
og ára eða seinustu 20 árin.
1) Tímarit Bmfjel. 1887, bls. 150.
2) Sbr. Jón Þorkelsson: Om Digtningen paa Island. Kbh.
1888, bls. 432.
3) Torfæus: Grönlandia antiqua. Havniae 1706, Tab. II.
4) Aarb. í'or nordisk Oldkyndighed 1887, bls. 320.