Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 182
182
Bls. 208—209. Rjettara hefði verið að nefna
rit það, sem Philippus Nicolai tileinkaði Guðbrandi
biskupi. Það heitir: »Synopsis articuli controversi
de omnipræsente Christo«. Finnur biskup Jónsson
drepur á, að bókin hafi fyrst komið út 1606, en þá
útgáfu hef jeg ekki sjeð. Aptur hef jeg haft fyrir
mjer safn af latneskum ritum Nicolais, sem G.
Dedeken hefur gefið út: »Tomus primus Operum
Latinorum Dn. Philippi Nicolai. Hamburgi 1617, fol.«
og er ritgjörðin þar bls. 423—66. Tiieinkunin er
löng, 4 siður, og er það því ekki nema lítið ágrip,
sem Finnur biskup hefur tekið upp í Kirkjusögu
sína1.
Bls. 209 er nefndur Jóhan Páll Resenius. Maður
þessi hjet ekki Páll, heldur var hann Pálsson, Povel-
sen eða Poulsen á dönsku. A sömu síðu er talað
um Nicolaus Hemming, og sagt hann hafi verið
þýzkur, átt heima í Hamborg. Maður þessi hjet
Nicolaus Hemmingius á latínu, en Niels Hemmingsen
á dönsku, þvi danskur var hann. Niels Hemmingsen
er fæddur á Lálandi 1513, var háskólakennari við
háskólann í Kaupmannahöfn 1543—79, og dó í Hró-
arskeldu 1600. í fyrstu neðanmálsgrein á sömu síðu
er handrit eptir Svein Pálsson borið fyrir grafletri
Guðbrands biskups. Rjettara og eðlilegra hefði verið
að benda til Kirkjusögu Finns biskups Jónssonar,
því þar er grafletrið prentað2. Að vísu er Kirkju-
saga Finns sjaldgæf bók, en hún er þó í höndum
fleiri manna en ferðabók Sveins, sem að eins er til
á einum stað.
1) Historia ecclesiastica III, bls. 430—31.
2) Sama rit, bls. 432.