Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 188
188
um orminn í Lagarfljóti, en á 17. öld trúðu menn
því fastlega, að þessi kynjaskepna væri til, ekki síð-
ur lærðir menn en leikir.
Þess má geta að því er snertir lindirnar, að1
svipuð trú hefir verið til um víða veröld að fornu
fari. Hún kemur þannig fram í Þúsuud og einni
nótt. Þar er getið um lindir tvær, sem höfðu þá.
náttúru, að ef karlmaður drakk úr annari, varðhann
að konu, en kona að karlmanni, ef hún drakk úr
hinni lindinni. I fornum bókum norrænum kemur
fram alveg sama trúin og getið er um á korti Orte-
liusar: »A Girclandi er á sú er sauði gerir hvita, þá
er af drecka, en sú Önnur er alla gerir svarta, verða
oc fleckóttir er af ýmsum drecka1.
Þorvaldur segir (bls. 213), að allir þeir uppdrætt-
ir, sem gerðir voru af íslandi á 17. öldinni, hafl ver-
ið byggðir á mælingum Guðbrands biskups og upp-
drætti hans. Þetta er fjarri öllum sanni. Uppdrátt-
ur Guðbrands biskups breiddist reyndar talsvert út,
einkum í kortasöfnum Jodocusar Hondiusar2 og er
hann þó dálítið aflagaður þar. Það sem Þorvaldur
segir nokkru seinna, að iandið sje heldur langt og
hornótt á uppdrætti Gtiðbrands biskups og megin-
landið ekki eins breitt til suðurs og það eigi að vera,
á miklu fremur við eptirmynd Hondiusar en upp-
dráttinn sjálfan. Að minnsta kosti get jeg ekki bet-
1) Antiqnitéts Russes II. Kmh. 1852, bls. 432. Nokkur
blöb úr Hauksbók. Rkv. 1865, bls. 3 (Eptir Isidor Hispalen-
sis [dó 395], L. III. C. 13.).
2) Atlas minor Ger. Mercatoris a J. Hondio-----------auctus
atque illustratus. Amsteiodami 1607, 1631, 1632. (1691?), 4to-
Gerhardi Mercatoris et J. Hondii Atlas (á þýzku) Amstero-
dami 1633—36, 1633—42 fol. Á frönsku Amsterod. 1633 fol-
og sjálfsagt eru til margar fleiri útgáfur.