Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 189
189
nr sjeð en ísland sje, því sem næst, alveg rjett i
laginu á uppdrættinum hjá Orteliusi 1595. Sumir
landfræðingar og rithöfundar tóku að vísu uppdrátt
Islands upp úr kortasöfnum Hondiusar, eða þá frá
•Orteliusi sjálfum, þótt það væri sjaldgæfara, en fiest-
ir studdu sig við Mercatorskortið 1569 eða Ortelítis-
arkortið 1570, sem er líka í útgáfunni 1595 á 102.
kortinu. Um kort þessi er talað áður. J. Rauw
tekur þannig Orteliusarkortið 1595 upp í Kosmogra-
fíu sína1 og svo er um marga fleiri, sem ekki þykir
svara kostnaði að telja hjer upp. Sumir landfræð-
ingar bjuggu aptur til skrípamyndir af Islandi ekki
síður en áður, eða studdu sig og við eldgömul ís-
landskort, jafnvel Doniskortið 1482, og hefur að
minnsta kosti hið fyrra haldizt við fram um miðja
19. öld. Nú skal nefna fáein dæmi upp á hvort-
tveggja, og mætti þó ef vildi nefna til miklu fleiri,
því þau eru á hverju strái, en sjálfsagt getur Þor-
valdur um kortsögu 17. aldarinnar í áframhaldinu
af riti sínu og er ekki vert að taka fram fyrir hönd-
urnar á honum.
Á Grænlandskorti, sem H. P. Resen Sjálands-
^biskup og vinur Guðbrands biskups hefur búið til
1605, er líka Islandskort2. Island er hjer afskræm-
islegt að öllu leyti, og er auðsjeð, að Resen hefur
alls ekkert farið eptir korti Guðbrands biskups.
Landið skiptist i tvær stórar eyjar. Það er lengra
frá austri til vesturs en frá norðri tíl suðurs og
liggja út úr þvi ýmsar angiljur, sem einginn fótur
er fyrir.
1) Franokfort am Mayn 1597. bls. 142.
2) Meddelelser om Grönland IX, 1889, Tab. I.