Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 192
192
út sem aldrei hafl orðið úr ferðinni. Hrólfur var
eptir þetta kallaður Landa-Hrólfur og dó 12951 C. C.
Rafn og Finnur Magnússon hjeldu að Nýaland væri
Newfoundland,2 en það er eflaust rangt, og mun Gu-
stav Storm hafa rjett fyrir sjer, en hann segir að
Nýaland sje partur af austurströnd Grænlands3.
Sjera' Jón Einarsson er nefndur þrisvar í bók
Þorvalds (bls. 215, 216 og 218). Rjettara hefði ver-
ið að nefna hvar hann var prestur. Sjera Jón var
prestur að Stærra’-Árskógi á Árskógsströnd 1637—74.
Bls. 221 og 229 er Dedekennus nefndur, en á
239. bls er minnzt á Dedeken. Þetta veldur ruglingi
hjá þeim sem ekki kunna latinu, þvi hvorttveggja
er sami maðurinn, en munurinn er sá, að á tveim
ur fyrri síðunum er latínsk ending á nafninu, en
seinast er það með þýzku sniði, enda var maðurinn
þýzkur.
Bls. 229 er getið um mynd af Arngrími lærða
eptir G. Dedeken, við »Specimen historicum«. Önn-
ur mynd er til af Arngrimi í »Lexicon Islandicum«
eptir Gudmundus Andreas (Guðmund Andrjesson).
Havniæ 1683, bls. 27. Þar er líka sagt að Arngrím-
ur sje á 24. ári og er mynd þessi mjög lík hinni
fyrri. Ekki getur Þorvaldur þess, að mynd sje til
af Guðbrandi biskupi og er hún þó 1 orðabók Guð-
mundar bls. 25, og fylgja lofljóð um Guðbrand bisk.
up eptir G. Dedeken. Auk þess eru til 3 myndir af
Guðbrandi biskupi á Forngripasafninu í Reykjavík.
1) Annales regii 1286. Gottskálksannáll 1285. Flateyar.
annálar 1289, 1290, 1296 (Islenzkir annálar ved G. Storm-
Kria. 1888). Sbr. Árbækur Espólíns I, bls. 8, 9, 14.
2) Antiquitates Americanæ 1837, bls. 259—60, 262—63, 451
—62. Grönl. Hist. Mindesmærker III, bls. 50.
3) Aarb. for nord. Oldkyndighed 1886, bls. 363—64. Norsk
Historisk Tidskrift. Kria 1888, bls. 263—64.