Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 193
193
Bls. 232 er nefndur Niculás Krag. Rjettara hefði
verið að skrifa Niculaus Kragius, úr því latínsku
myndinni af fornafninu var haldið, en annars er
þetta sami maðurinn og Niels Krag, sem nefndur er
á bls. 231, sagnaritari Danakonungs.
A sömu síðu getur Þorvaldur þess, að hugmynd-
irnar um náttúruna hafi verið blandnar mjög hjátrú
og kellingabókum á 17. öld hjá lærðum mönnum,
sem ekki voru beinlínis náttúrufræðingar. Það er
alveg óþarfi að skilja náttúrufræðingana undan, þvi
þeir trúðu kreddum og hindurvitnum ekki síður en
aðrir. Þá var það mjög sjaldgæft að menn fengjust
eingöngu við náttúrufræði og voru það venjulega
læknar sem stunduðu hana. Ole Worm var þannig
einhver hinn helzti náttúrufræðingur Dana á 17. Öld
og færir Þorvaldur sjálfur til dæmi um hindurvitni
hans (bls. 232—33). Um þetta leyti var gefið út
náttúrufræðislegt og læknisfræðislegt tímarit í Kaup-
mannahöfn: Acta Medica Havniensia, og eru þar á
hverju strái dæmi til þess, hve jafnvel náttúrufræð-
ingar og læknar voru barnalegir i hugsunarhætti á
17. öld. Þeir hjeldu, að hanar gætu átt egg og að
læmingjunum í Noregi rigndi niður úr loptinu, að
lifandi jurtir gætu breytzt i stein og margt fleira þess-
háttar.
Bls. 236 eru taldar 7 útgáfur af Crymogæa Arn-
gríms í 3. neðanmálsgrein. Það má fullyrða, að sum-
ar af útgáfum þessum hafi aldrei verið til, þótt get-
ið sje um þær í bókaskrám, og er því óþarfi að
telja þær. Það er eins með útgáfurnar afCrymogæa
og svo margt annað, að hver tekur þær upp eptir
öðrum, enginn hefur sjeð nema 3 eða í mesta lagi
4 af þessum útgáfum. Þorvaldur getur þess í ann-
ari neðanmálsgreininni, að Commentarius Arngríms
13