Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 195
195
mjög merkilegt. Fyrst og fremst af því að þar sjest
hvað Islendingar þekktu um þessar mundir af jurtum,
en einkanlega dýrum, og svo af því, að það er sum-
staðar bvgt á talsverðri rannsókn, því Jón hefur
verið vísindamaður eptir því sem þá gerðist, þrátt
fyrir alla sjervizkuna og alla hjátrúna. Jeg hef
einhversstaðar rekið mig á það hjá hinum fræga
hvalfræðingi, Eschricht háskólakennara, að hægt sje
að þekkja suma hvali hjá Jóni lærða, eptir myndum
lians og iýsingum, en það væri ómögulegt ef Jón
hefði ekki tekið vel eptir hvölunum. Því miður finn
jeg nú ekki hvar Eschricht talar um Jón. Fr. Faber
vísar líka allopt til Jóns lærða í Naturgesehichte
der Fische Islands. Frankf. 1829.
Mjer skilst á titlinum á riti Þorvalds að hann
ætii að minnast á rannsóknir manna um náttúru
Islands, hverju nafni sem nefnist, dýrafræði og jurta-
fræði, ekki síður en jarðarfræði, og hefði því verið
sjálfsagt að minnast á Jón lærða, því hann var á
sínum tíma sannkallaður »Plinius Islands*!* 1, en Jón
hefur líka fengizt við landafræði Norðurlanda og
sjezt það bezt á Grænlandskorti því sem til er eptir
hann. Kort þetta er nú til í handriti í Grænlands-
lýsingu Björns Jónssonar á Skarðsá, Gl. kgl. saml.
2881, 4to, og Ny kgl. Saml. 997 fol., en prentað er
það í Grönlandia Þormóðs Torfasonar, Tab. III.
Kort þetta er engu ómerkilegra en kort þeirra Sig-
urðs Stefánssonar og Guðbrands Þorlákssonar. Is-
Stokkhólmi (ísl. handr., 64 fol.), en það er til miklu víðar,
hæði í heilu lagi og kaflar úr þvi.
1) Svo kallaði Þormóður Torfason Jón lærða. Sbr. For-
mála fyrir Þjóðsögum Jóns Arnasonar I, Leipzig 1862, bls.
XI.
13*