Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 197
197
úr þekkingu Jóns, en nú virðist vera kominn tími
til að láta hann njóta sannmælis og væri vel vert
að gefa út rit hans með skýringum og athugasemd-
um1.
Furða er hvað Þorvaldi hefur tekizt að ná í rit
um Island að fornu lagi, því hann vísar jafnvei til
ýmislegs, sem ekki er til á opinberum bókasöfnum
hjer í Kaupmannahöfn, en vera má að rit þessi sjeu
til heima 1 Reykjavik, þvi »opt er það i koti kalls,
sem kóngs er ekki í ranni«. Fyr í ritgjörð þessari
er getið um nokkur rit fyrir 1500, sem Þorvaldur
sleppir og eru þau alls ekki mörg, en úr því kemur
fra.m á 16. öld falla fremur úr hjá honum rit, og er
það von, en þó þekkir hann öll hin helztu. Jeg
skal nú geta um nokkur rit frá 16. öld og fyrstu
20 árin af 17. öld, sem Þorvaldur nefnir ekki, en
snerta þó Island meira eða minna.
í la Salade nouvellement imprimée2 eptir Ant.
de la Salle er sagt að eyan Island (islant) sje í ís-
hafinu. Þar (á fslandi) sjeu löndin Grænland
(Gronnellont) og Finnmörk (unimarch). Þar sje
mikið af bjarndýrum og sjeu þeir allir hvítir3.
Georgius Agricola, saxneskur maður (hjet Land-
mann rjettu nafni f 1555) minnist á Heklu í riti
sinu um neðanjarðarhluti4, og er rjettast að færa
1) Um Jón lærða er líka í Sýslumannaæfum Boga Bene-
diktssonar II, 2. h. (1891), bls. 215—18, en einkum þó í*For-
mála Gtuðbrands Vigfússonar fyrir Þjóðsögum Jóns Árnasonar
bls. X-XVIII.
2) Paris. 1527.
3) [H. Harrisse] Bibliotheoa Air.ericana vetustissima.
New-York. 1866, bls. 261.
4) De ortu et causis subterraneorum o. s. f'rv. Basileæ.
1546 fol., bls. 36, 157—153, 226.