Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 199
199
tala um breDnisteinslindir o. s. frv. og eldgosin virð-
ist Thevet ætla að komi til af þvíf að það kvikni í
brennisteini í jörðu niðri1. Ekki er auðráðið hvar
Thevet hefur náð í sögur um vatnið, sem nái til
Hafnarfjarðar eða allt vestur að sjó, því enginn af
þeim, sem höfðu lýst Islandi áður, minnist á það.
Það þarf ekki annað en að líta á uppdrátt yfir Is-
land til að sannfærast um, að það er ekki til. Thevet
getur um ýmislegt fleira, sem aðrir höfundar nefna
ekki svo jeg viti. Hann talar t. d. um jurt eina,
»Hulquel«, sem íslendingar hafl til lækninga. Ilann
segir enn fremur, að Islendingar kalli sálir látinna
manna »cherépycouare«, en djöfulinn »Agnan hy-
póuchy« o. s. frv.
Hinar bækurnar styðjast mestmegnis við ein-
hver af ritum þeim sem Þorvaldur tekur útdrætti
úr og er því nóg að nefna þær að eins:
Thomaso Porcacchi Da Castiglione: L’Jsole piu
famose del mondo. Yenetia 1576 fol., bls. 1—3.
{Fyrsta útg. 1572).
Histoires prodigievses extraictes de plvsievrs
famevx avtevrs: mises en nostre langue par P.
Boaistuau. A Paris. 1576, 8vo, f. 37.
Daniel Cellarius Ferimontanus: Speculum orbis
terrarum. 1577 II, bls. 2.
Gregorius Tholosanus: Syntaxes artis mirabilis.
Lugduni. 1583, 12mo, bls. 611—12.
Michael Neander: Chronicon sive Synopsis
historiarvm. 1583, 8vo, f. 183.
Johannes Myritius: Opusculum geographicum
rarum. Ingolstadii. 1590 fol., bls. 111.
1) La Cosmographie vniverselle II. A Paris 1575 fol.,
hls. 673—7G.