Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 206
20G
getur betur dæmt um gildi þeirra og fundið, hvað hann muní
helzt eiga ab velja, þótt hann hali enn eigi sjálfur lesið sum-
ar bækurnar, og þá eru og bækurnar komnar á bókasöfnin,
sem opt láta bíön, ab kaupa útlendar bækur, þangab til tíma-
ritin eru búin að meta gildi þeirra. Þótt þessi ritsjá sje nú
oröin liðugu ári á eptir timanum, hef jeg þó ekki getaö feng-
ib sumar bækur á bókasöfnunum hjer, sem jeg vildi hafa
getib um, og þvi stundum orðib ab sleppa þeim. En um
sumar bækur hef jeg getið, þótt þær væru ekki til á bóka-
söfnum hjer, t. d. Goöafræöi Kauffmanns, óg er það, sem um
hana segir, beinlínis þýtt úr »Jahresbericht iiber die Erschei-
nungen auf dem Gebiete der germanischen Philologie«, enda
hef jeg víðar haít góðan stuöning aí þeirri bók.].
I. Goðafræði.
I fám eða engri grein norrænna fræða eru ritn-
ar jafnmargar bækur árlega eins og í goðafræðinni;
skiptir það vanalega mörgum tugum og jafnvel
hundruðum, ef allt er talið, smátt og stórt. Flestar
af þessum bókum eru skrifaðar á Þýzkalandi, og er
efni þeirra þá ýmist um einstakar goðasögur og rann-
sókn á þeim, eða um goðafræði Germana yfirleitt.
En til Germana teljast margar þjóðir, og eru allir
Norðurlandabúar í þeirra tölu. Goðafræði Norður-
landa er þvi nokkur hluti af hinni almennu goða-
fræði Germana, og er hann því þýðingarmeiri en
hinir, sem fornrit Norðurlanda, einkum Islendinga,
eru auðugri af goðasögum en fornrit annarra þjóða.
Skal hjer nú getið nokkurra bóka, um goðafræði
Germana yfir höfuð, en þó einkum tekið tillit til
þess, er sagt er um goðafræði vora.
í siðustu ritsjá var getið um bók prófessors E.
H. Meyers um Völuspá. Sú bók var að eins nokk-
urs konar inngangur til tveggja annarra bóka eptir
hann, er komu út árið 1891, og finnst oss því hlýða,
að geta þeirra fyrst, þótt vjer engan veginn teljum