Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 207
207
þær merkari en hinar, er síðar skulu taldar. Hin
fyrri þessara bóka heitir »Goðafræði Germana« (Ger-
manische Mythologie), og er hún fyrsta bindi af rit-
safni, sem á að innihalda kennslubækur í germanskri
málfræði (Lehrbucher der germanischen Philologie I.
Berlin 1891). Er það allstór bók, 354 bls. + XI, í
stóru 8 bl. broti.
Efni þessarar bókar má skipta í flmm megin-
kafla. Er hinn fyrsti þeirra um trú á sálJr og sálna-.
reik, annar um trú á mörur og þess konar anda^
þriðji um trú á náttúruvættir, fjórði um goðatrú og
hinn flmmti um trú á hálfguði og hetjur.
Kaflanum um sálnatrúna skiptir höf. í tvo þætti,
og er hinn fyrri þeirra um hugmyndir fornmanna
um sálina. Segir hann, að orðin önd og andi sýni,
að menn hafi upphaflega hugsað sjer hana sem lopt-
kenndaveru. Stundum sje henni líka lýstsemreyk
eða gufu, þoku eða skýi og skugga, bæði í þjóð-
trú Þjóðverja og íslendinga. Sálir barna, sem út
hafa verið borin, ýlfri og veini fyrir illum veðrum,
(Þjóðs. I, 224). Opt birtist sálin líka í fuglslíki.
Þannig sje hrafninn, einkum nátthrafninn sál
þeirra, er myrtir hafa verið eða sjálfir ráðið sjer
bana, eða þá útburða. Hann minnir á sálir hinna
fordæmdu, er steypi sjer í hrafnslíki niður í Hekiu,
og sálir þær, sem flögra sem sviðnir fuglar um í
helvíti (Sólarlj. 53). Gömul er og trúin á breyting
sálnaí ýms dýralíki, t. d. orma, pöddur eðasnáka,
hreysiketti og mýs. Á Færeyjum álíta menn,
að sálir hinna drukknuðu búi i selunum. Stundum
birtist aptur sálin í mannslíki, og er þá kölluð apt-
nrganga, vofa eða draugur. Þessi trú er sam-
eiginleg öllum Germönum, en hún hefur náð meiri
þroska á íslandi en annars staðar. Úr trúnni á apt-..