Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 208
208
urgöngur myndaðist aptur trúin á, að menn gætu
orðið endurbornir, t. d. Helgi og unnusta hans Svafa
(Helgakv. Hjörv. 43). Menn álitu og, að Oláfr kon-
ungur helgi væri Oláfr Geirstaðaálfr endurborinn.
(Flat. II, 135).
Ur hugmyndum manna um sálina sem skugga
myndaðist trúin á forynjur og fylgjur (nýísl.
skottur), eða á verndaranda í konuliki, er stund-
um birtast í líkiýmsra dýra, t. d. sem björn, hrafn,
örn eða álpt, eptir því hverjum þær fylgja. Menn
hugsa sjer fylgjuna opt sem sál manna, meðan þeir
sofa. Þannig berst fylgja Böðvars bjarka i bjarnar-
líki, en jafnskjótt og hann er vakinn, hverfur hún
úr orrustunni — eins og sál mannsins í drauminum,
er hann er vakinn (sbr. Fas. I, 102; Isl. II, 176;
Njála k. 23; Atlam. 19). Stundum birtist fylgjan
sem dís, er boðar dauða eða hættu, og er hún eins
nátengd manninum. Dísir þessar eru ýmist ljós- eða
dökkklæddar (Flat. I, 420) og má saman við þær
bera draumkonurnar, sem ýmist eru hvítar (góð-
ar) eða svartar (vondar) (Gísl. Súrss. 41). Ættar-
fylgjan verður við dauða höfðingjans fylgja eptir-
manns hans (Flat. I, 420; Vatnsd. 36; Ljósv. 30).
Fylgjan birtist þeim, er hún fylgir, rjett fyrir dauða
þeirra, og auk þess sjá ófreskir eða skyggnir
menn hana (Þjóðs. I, 405; Fms. X, 262; Nj. k. 41;
Helgakv. Hjörv. 35). A Islandi er talað um fylgju-
lykt, er boðar gestakomu (Þjóðs. I, 358). Skyld
fylgjunum er hamingja (af hamr sbr. lík-hamr),
sem fer frá einum manni við andlát hans til annars,
eins og ættartylgjan (Víga-Gl. 9; Hallfr. k. 11).
I hinum þættinum sýnir M., hvernig menn breyttu
gegn hinum framliðnu eða sálum þeirra, og hvaða
þýðingu það hafði. Talar hann þar fyrst um, hvað