Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 209
209
menn gerðu til þess að aptra því; að hinn dauði
gengi aptur, nefnilega að veita honum nábjargirnar,
loka augum hans, munni og nösum, svo að sálin geti
ekki sloppið þar inn í líkamann aptur. En hefði
þessu ekki orðið við komið undir eins eptir að hinn
dauði gaf upp öndina, þá gengu menn aptan að hin-
um dauða og báru hann öfugan og aptur á bak gegn
um vegginn, er menn rufu til þess (Eyrb. k. 33; Eg-
ilss. 61). Sbr. einnig skyldu manna að hylja hræ,
og hvað menn gerðu, ef hinn dauði lá eigi kyrr,
t. d. að brenna líkið (Laxd. k. 24) eða annað þess
háttar (Eyrb. k. 34, 63). Því næst getur M. þess,
hvað menn gerðu til þess að hjálpa sálunni til þess
að komast á brott, t. d. að opna glugga eða dyr, er
einhver gaf upp öndina. Þá getur hann um erfiölið
til virðingar við hinn dána, og um, hvernig menn
beinlínis dýrkuðu sálir framliðinna ættingja.
Kaflanum um náttúruvœttir skiptir höf. í þrjá
aðalflokka. Er hinn fyrsti þeirra um skýja- eða
þokuvœttir, og er þar einkum skýrt frá trú manna á
trje, vötn, fjöll o. s. frv. Er þar meðal annars
um hugmyndir manna um ask (og heimstrjeð Ygg-
drasilsask), eik, trú íslendinga á reyniviðinn
o. s. frv. Ennfremur um regnbogann (Bifröst), vetr-
arbrautina og margt fleira.
Annar þátturinn er um náttúruvættir (þrumu-
vættir, stormvættir og skýja.- eða þokuvættir) í dýra-
líki. Telur hann til þrumudýranna dreka, bukka
(hafra), hana, refa, íkorna og fiska; til storm-
dýra: gelti, uxa, hesta, úlfa, hundaog erni; til
skýjadýra: kýr, birni, ketti og svani; til þoku-
dýra: dreka, úlfa, refa og hjera.
Þriðji þátturinn er um náttúruvættir í mannslíki,
og skiptir hann þeim á sömu leið og dýravættunum.
14