Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 210
210
Ræðir þar einkum urn álfa, anda, vættir, tröll
og risa.
Eins konar milliliður milli goðanna og náttúru-
vættanna (»demónanna«) eru aðrar eins verur og
Mímir, ÆgirogLoki. Hann segir að nafnið »Loki«
standi ekki í sambandi við orðið »lúka«, keldur þýði
sama og Logi, sem sje hin eldri mynd nafnsins,
eða hið eldra nafn á sömu veru. Til þessa flokks
teljast og ýmsar kvennverur, nefnilega dísirnar,
sem tákna goðkenndar konur, og eru þær andir
framliðinna kvenna. Nornirnar segir hann sjeu
örlagadísir, en valkyrjurnar herskapardísir. Sem
svanmeyjar tákni valkyrjurnar hin þykku, mjall-
hvítu ljósský, er menn hugsa sjer í persónugervi
(Personification der schweren, schneeweissen Licht-
wolken«), sem orustudísir tákni þær hin þjótandi
og blikandi þrumuský, er myndist í þrumuveðrinu
(»Personification der bei Gewitter sich daraus bilden-
den leuchtenden und losbrechenden Wetterwolken«).
Ur dauðanorninni Urðr hafi seinna orðið dauðagyðj-
an Hel, er ríkti í undirheimum
Guðunum skiptir M. á sömu lund og vættunum.
Þrumuguðirnir eru: 1) Þórr (sbr. Þonarr, Donner;
rót: tan, ton); 2) Týr (sbr. engils. Tiv, fornháþý.
Ziu, gr. Zej? lat. (D)jupiter-, rót: div = að skjóta
geislum); 3) Freyr (= herra), og er sverð hans eld-
ingin, en göltur hans Gullinbursti hið blikandi þrumu-
ský, er eldingin brýzt úr; 4) Heimdallur (Heim-
dali), sem er ungur og að eins norsk-lslenzkur|guð.
Nafn hans þýðir: »sá sem lýsir gegn um heiminn
(af heimr, og engils. orðinu deall = lýsandi, skín-
andi, sbr. hvítastr ása); hann er regnboginn í per-
sónugervi.
Stormguðirnir eru: 1) Óðinn (sbr. lýsingarorð-