Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 211
211
ið óðr)\ 2) Ullr (= vetrarhliðin á Óðni); 3) Baldr
(= sumarhliðin á Óðni). Bæði Ullr og Baldr eru al-
norrænir guðir, klofningar af Óðni, sem myndazt
hafa á Norðurlöndum. Þó er Baldr eiginlega ekki
neinn stormguð, heldur ljósguð, og er nafn hans vafa-
laust sama og bhal-tr = hinn lýsandi, sem dreifir
ljósinu (sbr. Schröder íj »Zeitschr. f. d. Alterth.
XXXV, 241); 4) Bragi (sbr. bragr), norrænn skálda-
guð, sem upprunalega er þjóðtrúnni óviðkomandi.
Nafn þessa guðs var svo seinna flutt yflr á hið elzta
norræna skáld, Braga hinn gamla Broddason1.
5) Njörðr; er óvíst hvað nafn hans þýðir, en hann
táknar hinn blíða sumarþey.
Aðrir guðir (Váli, Víðarr, Vili, Vé, Hœnir,
Lóðurr o. fl.) segir M. að sjeu helber skáldatilbún-
ingur, eptir að kristni fór að hafa áhrif á skáldin.
Þá koma skýjagyðjurnar, og hafa þær mörg
nöfn, en þau eiga þó öll rót sína að rekja til einnar
gyðju. Þessi þyðja er Frigg — Freyja, sem eru
tvö nöfn á sömu gyðjunni, eða tvær hliðar á henni
(eins og t. d. Þórr — Freyr, og Óðinn — Njörðr).
Frigg táknar »hina alvarlegri móðurlegu hlið skýs-
ins, en Freyja hina yndislegri, jómfrúlegu hlið þess«.
Iðunn er »hið regnþrungna sumarský, eryngistupp
á vorin«.
I kaflanum um hetjurnar eða hálfguðina heldur
M. enn sömu skiptingunni. Fyrst koma þrumuhetj-
urnar (t. d. Sigurður Fáfnisbani, Beowulf,
Þiðrikr af Bern, Héðinn, Völundr o. s. frv.),
þvi næst stormhetjurnar (t. d. Örvandill o. fl.), og
1) Margir eru þó á gagnstæðri skoðun, og ætla, að skáld-
ið Bragi hafi verið gerður að skáldgoði. V. G-.
14*