Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 212
212
að síðustu slcýja-hálfgyðjurnar eða slcýja-kvennhetjurn-
ar (t. d. Hildr o. fl.).
Um þessa bók hafa ýmsir ritað, t. d. A. Schroer
og W. Golther (i »Allgem. Zeit. Beil.« 238 og 286)
og telja þeir henni margt til gildis. Þó finnur G.
henni margt til foráttu í annarri ritgerð (»Zur germ.
Mythenforschung«), en telur hana samt kærkomna
til uppfyllingar goðafræði Mogks.
Hin bókin eptir E. H. Meyer heitir »Sköpunar-
sagan í Eddu« (Die eddische Kosmogonie. Eine Bei-
trag zur Geschichte der Kosmogonie des Altherthums
und des Mittelalters. Freiburg 1891). Er sú bók
rituð í sama anda og fer alveg í sömu átt og bók
hans um Völuspá. Vill hann í henni sýna og sanna,
að sköpunarsaga Norðurlanda, eins og hún er sögð
í Eddunum, sje algerlega ausin úr sköpunarsögu
Gyðinga og Grikkja eða úr kristnum og grískum
ritum. Hann segir, að hinir fornu Germanir haíi
yfirleití ekki haft hugmynd um neina sköpun, og að
guði þeirra hafi vantað allt sköpunarafl. Kristnir
lærdómsmenn hafi fyrst komið kenningunni um sköp-
unina og heimsendinn (ragnarökkur) inn í goðafræði
Norðurlanda. I sinni elztu mynd stafar sköpunar-
sagan frá Babýlonarbúum, og má i sköpunarsögu
þeirra finna öll hin sömu aðalatriði, sem koma í ljós
í öðrum yngri sköpunarsögum. Hjá hinum indó-ger-
mönsku menningarþjóðum, Indum, írönum og Grikkj-
um, fer mjög seint að bera á drögum til sköpunar-
sagna, en bæði eru þau mjög lítilfjörleg og óljós,
enda ber þeim saman í öllum þeim atriðum, sem eru
samkynja og meginatriðin í sköpunarsögu Babýloníu-
manna. Annars er sköpunarsaga Indó-Germana að
mestu leyti eintómt goðatal. Hjá Rómverjum, Kelt-