Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 213
213
um og Slövum finnast engar áreiðanlegar menjar
neinnar sjerstakrar sköpunarsögu.
En á norðurhjara hins indó-germanska þjóðheims,
á Islandi, sprettur nú allt í einu upp sköpunarsaga,
sem er svo fullkomin, að nágrannaþjóðirnar í mið-
hluta Norðurálfunnar eiga ekkert þess kyns, er kom-
ist í samjöfnuð við hana. Hún ber meira að segja
langt af þvi, sem Rómverjar, Grikkir, Persar og Ind-
ar hafa hugsað og ritað í sömu stefnu. Því verður
nefnilega ekki neitað, að sköpunarsögunni í Eddun-
um er miklu betur fyrir komið og miklu betur og
ljósara skýrt frá hinum einstöku sköpunarverkum
og skaparanum sjálfum en á sjer stað í öðrum sköp-
unarsögum Indó-Germana. Auk þess ber hún af
þeim að því leyti, að hún er stórkostleg heimssaga,
því hún er sjálf í raun rjettri að eins inngangur að
frásögn um fjölda bardaga og heljarviðburða, sem
að lokum enda með friði og sátt og nýrri heims-
myndun. Samkvæmt þessum ritum ætti nú Norður-
landabúum að hafa tekizt mjög snemma að reisa þá
óviðjafnanlegu sköpunarbyggingu, sem Indum, Pers-
um og Grikkjum, sem þó voru langt um betur sett-
ir í þeim efnum, þroskaðri og hæfari til þess, tókst
ekki að gera eins vel úr garði, þótt þeir nytu ann-
arra að. Og þetta ættu Norðurlandabúar að hafa
gert án þess menningarþroska, sem er nauðsynleg-
ur til þess að nokkur sköpunarsaga geti myndazt,
án aðstoðar háfieygra presta og skálda með mikilli lifs-
reynslu, meðan þeir sjálfir áttu í sífelldri baráttu
við óblíðu náttúrunnar og ákaflega herskáar ná-
grannaþjóðir. Væri þessu þannig varið, þá hlytu
Germanir (eða Norðurlandabúar) með aðdáanlegu
afli einir að hafa getað unnið bug á öllum þeim goð-