Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 215
215
sögum og æfintýrum alþýðunnar. Hins vegar sje
sköpunarsagan í Eddunum hreinn og beinn samsetn-
ingur frá 12. öld, og sje hún sumpart sniðin eptir
sköpunarsögu Biflíunnar í Genesis og sumpart eptir
riti einu eptir Plato, sem heitir »Timœus«-, en báðar
þessar sköpunarsögur eigi aptur rót sína að rekja
til sköpunarsögu Babýlóníumanna. Sýnir hann fram
á, að sagt sjefrá sex daga sköpunarverkinu í fyrstu
18 vísunum í Yöluspá, en hún sje eptir íslenzkan
prest eða munk um eða eptir 1100. Færir hann
ákaflega mörg dæmi máli sinu til sönnunar, með
miklum lærdómi; en hætt er við, að öllum finnist
þó ekki sannanir hans eins óyggjandi og honum
sjálfum.
Prófessor Weinhold (í Berlín) hefur ritað um
þessa bók (í »Zeitschr. des Ver. f. Volksk.« I, 451
-—454) og rís hann öndverður við þeim skoðunum,
er þar eru fram settar. Alítur hann, að engin sögu-
leg rök sjeu fyrir því, að fullyrða, að þjóð, er gædd
hafi verið slíkum hæíileikum sem hinir fornu Ger-
manir, hafi verið svo hraparlega stödd, að því er
snertir hugmyndir hennar um guði sína, heiminn
og mannkynið, að guðfræði þeirra hafi verið, að
kalla má, helber nafnaþula, og að sum þessara nafna
hafi jafnvel verið mynduð eptir útlendum nöfnum,
sem menn hefðu misskilið. Líkan dóm fellir dr.
Mogk (í Leipzig) í »Literar. Centralbl.« (1892)
I, 23.
Útdráttur úr þessari bók Meyers er þýddur á
norsku af Hermann Anker, og gefinn út í bókar-
formi (»Skabelseslæren i Eddaerne af Prof. Elard
Hugo Meyer i Freiburg ved Hermann Ankei *. Ham-
ar 1891).
Þá er að geta bókar eptir dr. F. Kauffmann,