Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 217
217
ura. Óðinn er líka Guð skáldskaparins, en það er
Bragi einnig, og segir K. að liann sje sonur Óðins
og Gunnlaðar. Upprunalega hafi þó Bragi verið
skáld, sem hafi verið uppi um 800 e. Kr. Freyja
segir K. sje drottning valkyrjanna og eigi því álpt-
arham eins og þær (þótt fornritin tali að eins um
fálkaham hennar). Því næst er stuttur kafli um
Þór og Tý. Þá koma »hinir lægri Norðurlanda-
guðir«. Að því erBaldur og Höðsnertir, þá fellst
K. á skoðun Bugges á þeim. Kveður hann fulla
ástæðu til að ætla, að skilningur Saxa á þeim sje
rjettur. Hvorugur þeirra sje uppháflega guð, held-
ur sjeu þeir báðir hetjur. K. heldur og, að Ullr
hafi verið jarðneskur maður, sem liafi verið hafinn í
guða tölu, en um Víðar og Ægi er hann mjög fá-
orður. Um Loka segir hann (bls. 86), eins og líka
er satt, að þess sje hvergi getið, að hann hafi verið
dýrkaður sem guð, eða að honum hafi verið blótað
eða færðar fórnir. Heimdallr heldur K. sje að
eins kenningarnafn einhvers af hinum heldri guðum.
Um Vani segir K., að þeir hafi verið eins konar
töfrahyski, er hafi staðið stigi neðar en æsir, en
veitt þeim með kunnustu sinni. Þannig hafi bæði
Njörðr og kona hans Skaði verið lægri verur en
æsir, og álitur hann hana vera finnska gyðju, eins
og Þorgerði Hölgabrúði og systur hennar Yrpu.
Því næst er kafli um Frey (bls. 90), og getur hann
þess þar, að þess sje hvergi getið í fornritunum, að
svo lýsi af gelti hans Gullinbursta, að bjart verði
á næturþeli. Að síðustu kemur kafii um gyðjurnar
(bls. 92 o. s. frv.). Frigg eða Frija (sanskr. prijá)
þýði »hin elskaða« (ástvinan), en Freyja »frú«.
Maður hennar Óðr sje líklega sama og Óðinn o. s.
frv.