Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 218
218
Ýmsir hafa ritað um bók þessa bæði lof og last.
Meðal þeirra er dr. Mogk (í Literar. Centralbl. (1891)
892). Hann álitur að K. þræði of mjög Eddufræðin
og líti ekki nógu mikið út á við, og að framsetning
hans á goðasögunum um Baldr og Oðin hafi alveg
mistekizt.
Dr. E. Mogk er kennari við háskólann i Leip-
zig, og hefur hann sjálfur samið bók um sama efni,
mikið rit og merkilegt i mörgu. Bók hans heitir
»Goðafræði« (Mythologie), og skal hjer nú getið hins
helzta af efni hennar.
Mogk skiptir goðasögnunum (Mythen) í tvo að-
alflokka: lægri og æðri. Segir hann, að hinar
fyrri eigi rót sína að rekja til áhrifa þeirra, er um-
heimurinn hafi á hug manna og hjarta, en hinar
síðari til hugsjónalifsins og þrá mannlegs anda eptir
fuilkomnum fyrirmyndum (Ideale). Til fyrra flokks-
ins telurhann sálnatrúna og trú á náttúruvættir, en
til hins síðara þá eiginlegu goðatrú.
Hugmyndir manna um æðri verur eiga allar rót
sina að rekja til skoðana manna á náttúrunni. Menn
sjá margvisleg náttúruöfl, sem menn geta ekkert ráð-
ið við. Meðan þjóðirnar eru á æskuskeiði og óþrosk-
aðar, geta menn ekki skýrt þetta öðruvísi fyrir sjer
en með því að hugsa sjer alla náttúruna sem lifandi,
og að í henni búi æðri verur, sem valdi náttúruvið-
burðunum. En þessar verur verða menn að hugsa
sjer í einhverri mynd, annaðhvort manna eða dýra,
og a þann hátt mynduðust hugmyndir manna um
náttúruvættir (»demóna«). Af því menn nú
fuudu til vanmáttar síns gegn þessum náttúruverum,
er þeir hugsuðu sjer, þá fannst þeim, að þeir yrðu
að laða þær að sjer og blíðka þær með fórnum, til
þess að þær skyldu styðja þá og styrkja í baráttu