Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 220
220
verður ekki sannað. Með vissu vitum vjer það eina,
að hvorartveggju þessar hugmyndir vóru til hjá hin-
um fornu Germönum.
En auk þess að hinir fornu Germanir trúðu á sálir
og náttúruvæftir, dýrkuðu þeir og einn voldugan
himinguð, og verður ekki sjeð, að trúin á hann þurfi
að vera yngri en hinar, af því að hún útheimti meiri
andlegan þroska, enda er það víst, að Germanir
höfðu hugmyndirnar um hann með sjer frá frum-
heimkynni sínu.
Sálnatrúin. Það má álíta sannað, að næst-
um allar þjóðir hafi trúað á ódauðleik sálarinnar, og
trúin á hann var svo rótgróin hjá hinum fornu Ger-
mönum, að enn má finna þess mjög merki í siðum
og hjátrú manna hjá öllum þjóðflokkum hins ger-
manska kynstofns. Sjerhver maður var eins konar
tvískinnungur, ef svo mætti að orði kveða, andi og
líkami. Andinn gat yfirgefið likamann og varð hon-
um algerlega viðskila á dauðastundinni. En samt
hugsuðu menn sjer andann einan sjer sem persónu,
er gæti birzt i ýmsum hömum. Þetta kemur ljósast
fram í trú íslendinga á fylgjur. Sálin er fylgja
mannsins í lífsferli hans. Eptir dauðann hverfur hún
aptur f skaut hinnar sílífandi náttúru; þar heldur
hún áfram að lifa sínu jarðneska lifi eða kemst í
hinn mikla andasveim, og getur jafnvel fæðzt af
nýju og orðið endurborin. Andvari vindsins er
ekkert annað en sálnasveimur, sem optast kemur
frá eða fer til fjalla. Þó eru ekki allar sálir þegar
eptir andlátið teknar upp í andasveiminn; mörg sál
má vera á sffelldu reiki, og reynir þá sf og æ að’
komast aptur i líkama sinn. Hún birtist þá mönn-
um sem apturganga eða vofa, einkum í nánd
við þann stað, þar sem líkami hennar er jarðaður,