Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 221
221
«g leitast við að vinna mönnum tjón. Það er því
heilög skylda, að gera allt, sem í valdi manna stend-
ur, til þess að sálin geti fengið næði og henni orðið
xótt. Hún bregður sjer og opt í dýralíki. Hún hefur
mannlegar þarfir, heimtar mat og drykk, og fær
það hjá hinum lifandi. Hún tekur þátt í erfiöliþví,
■er haldið er henni til sæmdar, og þiggur fórnir í
björgum, f ám, við lindir, í skógum og í stuttu máli
hvar sem andasveimurinn virðist halda til. Þessi
skoðun forfeðra vorra er afarforn, og má alls staðar
rekja þræði hennar í goðsagnaritum vorum.
Það sem hjer hefur nú verið drepið á í fám orð-
um, útlistar M. nú í löngu máli og með fjölda af
dæmum úr fornritum. Skýrir hann þar fyrst frá
greptrunarsiðum fornmanna, erfiöli og þess konar,
og sýnir, hvað af þeim siðum megi ráða. Þá kem-
ur um líf sálnanna í vindinum og í náttúrunni, um
myrkriður eða kvöldriður, um dísa- og álfa-
'blót og um drauma. Því næst kemur kafli um
myndbreytingar eða hamskipti sálnanna, hversu þær
birtist í liki ýmis konar dýra, og hvaða lundarein-
kunn einkenni hverja dýrsmynd fyrir sig (t. d. barna-
sálir sem fuglar, meyjar sem svanir, slægir menn
sem refar, grimmdarseggir sem úlfar o. s. frv.).
Því næst er kafli um draugatrúna, apturgöngur
og uppvakninga. Þá erummörur, valkyrjur,
þrúðir, fylgjur eða hamingjur (sbr. manna-
kugir), sem hann skipar öllum á bekk með »sálna-
•öndum«. Ennfremur um verúlfa (sbr. vargúlfa)
eða menn í úlfahömum, og í sambandi við þá um
berserki ogúlfheðna. Þá er um galdranornir
(sbr. túnriður, hamhleypur, flögð, kveldriður
o. s. frv.) og gandreið þeirra. Til þessa flokks
telur og M. örlaganornirnar (Urðr, Verðandi,