Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 222
222
Skuld). Upprunalega var örlaganornin ein: Urðr
o: sú sem spinnur örlagaþræðina (sbr. indó-germ..
stofninn icert = vinda, snúa, og fornháþý. wirt, mið-
háþý. icirtel = snælda). Síðast er dálítil grein um.
svanmeyjarnar eða konur í álptahömum.
Álfatrúin (Die elfischen Geister). Auk hinna
eiginlegu sálnaanda trúðu forfeður vorir á margar
aðrar verur, sem í rauninni einnig eiga rót sína að
rekja til sálnatrúarinnar eða á tilveru sálnanna ept-
ir dauðann, en sem þó hafa ekki jafnnáin afskipti
af mönnum, eins og sálnaandarnir, og hafa menn
því opt algerlega gleymt sambandi þessara goðvera
við sálina. Margir menn hafa lokið svo lífi sínu, að
þeir hafa alls engin áhrif haft eða þýðingu fyrir
meðbræður sípa (mannfjelagið). Pin sá sægur held-
ur líka áfram að lifa. Það sýnir hin sílifandi og sí-
kvikandi náttúra. Hann býr í loptinu og vötnunum^
í Qöllum og dölum, í húsum og bæjum, í skógum og
hæðum. Menn hugsa sjer vanalega, að þessir and-
ar búi i sveitum með líku stjórnarfyrirkomulagi eins
og hjá Germönum til forna. Þeir hafa því stundum
konunga yfir sjer. Allar þessar verur erum vjer
vanir að kalla álfa eða huldufólk einu nafni.,
Þessar veror tákna þau frumöfl náttúrunnar, sem
vinna ætlunarverk sitt í kyrð og ró, og eru þvi
jafnframt gagnstæðar jötnunum, sem tákna hin stór-
kostlegri náttúruöfl. Þess vegna hugsa menn sjer
þær smáar vexti, stundum ekki nema þriggja fingra
að hæð. Stundum eru þær fagrar og vel á sig komn-
ar, en stundum aptur hræðilega ljótar, og fer slikt
nokkuð eptir bústað þeirra, sem ýmist er ofan eða
neðan jarðar. En að sama skapi og líkami þeirra.
er lítill eru hinir andlegu hæfileikar þeirra miklir.
Þær eru slægar, hyggnar, snarráðar og þjóðhagar.