Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 223
223
Vanalega er huldufólkið mönnum hjálparsamt, styð-
ur þá á margan hátt og færir þeim dýrindisgjafhy
Uppruni þessara vera, sem stafa frá hinum elztu
tímum, hefur eðlilega gleymzt með tímanum, en nóg-
ar menjar þessarar trúar má enn finna hvar sem er
hjá öllum germönskum þjóðum.
Um þessar verur ritar nú M. alllangt mál, og
skiptir þeim í smærri flokka. Er þar um álfa (ljós-
álfa, dökkálfa), vættir (landvættir, hollar vættir,
meinvættir), dverga, huldufólk (húsálfa, skógar-
og klettaálfa) og vatnabúa (vatnahest, nykr, nenni,
vatnaskratta, marmennil, marbendil, hafgýgi eða
meyfisk).
Náttúruvættir (Die Demonen). Skoði maður
álfatrúna, kemur það þráfaldlega í ljós, að hún á rót
sína að rekja til sálnatrúarinnar. En hins vegar
finnum vjer aptur í þjóðtrú vorri bæði að fornu og
nýju annan flokk af goðkynjuðum verum, sem ekki er
hægt að sjá að beri nein merki hinnar fornu sálna-
trúar. Þær eiga rót sina að rekja til náttúrunnar
kring um manninn, til náttúruaflanna eða höfuð-
skepnanna, sem maðurinn finnur, að hann að jafn-
aði má sín einskis á móti, og sem hann skoðar sem
svipaðar sjálfum sjer, en að þær sjeu að eins marg-
falt stærri og öflgari en hann. Þannig myndaðist í
hugmyndalifi forfeðra vorra mikill sægur náttúru-
vætta. En hugmyndaflug þjóðarinnar hefur opt gert
þessar náttúruvættir að sjálfstæðum persónum, og
rifið þær út úr samhengi sínu við náttúruöflin, sem
þær upprunalega stafa frá.
Um þessar vættir er enn langt mál, fyrst um For-
njót og niðja hans (Hlé, Loga, Kára, Jökul, Þorra,
Frosta, Fönn, Drífu, Mjöll o. s. frv.) og því næst um
jötna og þursa almennt. Þá koma vatnavœttir, t. d..