Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Qupperneq 224
224
Grendel (skylt grenja), Ægir (skylt gotn. ahva =
lat. aqua, vatn), Rán, Eldir, Funafengr, Hýmir,
Miðgarðsormur, Fenrir eða Fenrisúlfr,
Mímir (sbr. gr. jj.ip.vYÍaxu, lat. memini) o. s. írv.
Þá koma stormvœttir, t. d. Kári, Hræsvelgr,
Vingnir, Hlóra. Enn fremur um bergrisa og
hrímþursa og annað jötnakyn, t. d. Ymi, Nora,
föður Náttar, mann hennar Naglfara, Mundil-
fara (eða -fœra), föður Sólar og Mána, Svásúð,
Vindsval, Fárbauta og konu hans Nál eða
Laufey o. s. frv.
Goðatrúin. Þegar á hinum elztu tímum, sem
þekking vor á trúbrögðum hinna fornu Germana nær
til, trúðu menn einnig á enn æðri verur eða guði,
sem menn reyndu að gera sjer holla með fórnum og
bænum. Upprunalega trúðu menn á einn himinguð
eða dagföður, og trúna á hann hafa allar greinar
hins indó-germanska þjóðflokks flutt með sjer úr
frumheimkynni sinu, hver til síns lands. Hans er
getið hjá því nær öllum indó-germönskum þjóðum.
Indar kölluðu hann Dyáus, Grikkir Ze-j;, Rómverj-
ar Jupiter og Germanir Ziu (* Tiwaz) eða Tý. En
eiginleikar og verksvið þessa guðs hefur stundum
breytzt nokkuð eptir hag og ásigkomulagi hverrar
þjóðar, og er verksvið hans er farið að verða mjög
svo margbrotið, greinist hann loks í fleiri goðmögn,
svo að menn gerðu marga guði úr einum.
Hjá öllum germönskum þjóðum er getið þriggja
guða eða goða og einnar gyðju. En þessir þrír
guðir eru upprunalega ekkert annað en þrjár grein-
ar eins goðmagns, sem hefur klofnað í þrennt. Upp-
haflega var einn guð, Tiwaz (Týr), en er hinar ger-
mönsku þjóðir fluttust vestur á bóginn, frá sínu heita
frumheimkynni í kaldara loptslag, greindist goðmagn