Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Blaðsíða 228
228
Þýzkalandi (i Sljesvik og Holsetalandi) var hún köll-
uð Nerthus, sem líklega kemur af nar, naras =
maður í sanskrit, og þýðir nafn hennar þá »mann-
konan« (die M'nnin). Tacitus lýsir dýrkun hennar
þar og kallar liana Terra mater (= Móðir jörð). A
Norðurlöndum hefurhún rnýmörg nöfn, t. d. Frigg,
Fjörgyn, Jörð, Hlóðyn sem jarðgyðja, Fulla,
Gná, Sága sem sólargyðja, Eir sem læknisgyðja,
Sjöfn sem ástagyðja, Lofn sem árnaðargyðja, Vör
sem trygðagyðja, Syn sem friðargyðja (á heimili og
þingum), H 1 í n sem verndargyðja (gegn hættum) og
Snotra sem vizkugyðja. — Freyja er líklega skálda-
tilbúningur frá víkingaöldinni. Hennar er opt getið
i islenzkum skáldskap, en annars finnast hennar
engar menjar hjá öðrum germönskum þjóðum. í
Noregi er hennar sjaldan getið og í Sviþjóð og Dan-
mörku aldrei sem gyðju. Nafnið Freyja er að eins
kvennheiti myndað af nafninu Freyr (eins og t. d.
gyðja af goð, Finna af Finnr), enda er hún tal-
in systir Freys og honum lík í mörgu. Sem sólar-
gyðja fjekk hún auknefnið Mardöll o: sú sem lýsir
yflr hafið (sbr. Heimdallr). — Norsk-íslenzkar gyðjur
eru ennfremur Iðunn og Gefjon (sbr. Gefn, eitt
af nöfnum Freyju), og eru þær helber skáldatil-
búningur.
Að siðustu er kafli um sköpun heimsins og
heimsendinn (ragnarrökkur), og ennfremur um guða-
dýrkunina, blót, hof, vefrjettir, töfra og fleira þess
konar.
Goðafræði Mogks er alls 157 blaðsfður í afar-
stóru 8 blaða broti. Um hana hafa verið ritaðir
ýmsir ritdómar og er vel af henni látið, enda er það
sannast að segja, að hún tekur flestum þeim goða-
fræðum fram, sem ritaðar hafa verið nú á síðari tim-