Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 229
229
ura. Mun því varla kostur betri bókar einnar fyrir
þá, sem kynnu að viija kynna sjer hinar nýrri rann-
sóknir á goðafræðinni og framsetning á henni, en
einmitt þessi bók er. En sá er hængur á fyrir þá,
er kynnu að vilja kaupa sjer bókina, að hún er
hluti af stóru verki og mun ekki fást sjerstaklega.
En þá er það til huggunar, að þetta verk er vel
þess vert, að eignast það allt saman, fyrir þá, sem
ráð hafa á að kaupa það. Verkið heitir: »Grundriss
der germanischen Philologie«, og er aðalritstjóri þess
Hermann Paul, kennari við háskólann i Freiburg
á Þýzkalandi. Verk þetta er í tveim bindum, og er
hinu fyrra lokið, en hið síðara er ekki fullbúið enn.
I það hafa ritað flestir þeir málfræðingar á Þýzka-
landi og Norðurlöndum, sem taldir eru einna fær-
astir í hverri grein. Efni þess er allar greinir ger-
manskrar málfræði, bókmenntasaga, goðafræði, menn-
ingarsaga og margt fleira. Meðal þess, eríslending-
um mundi sjerstaklega þykja bæði fróðleikur og
skemmtun í að kynna sjer, má nefna bókmennta-
sögu Islands og Noregs eptir dr. Mogk, sögu Norð-
urlandamála eptir prófessor Noreen (í Uppsölum),
og þátt úr þjóðmenningarsögu Norðurlanda eptir dr.
Kálund og dr. Valtý Guðmundsson.
II. Sagnfræði.
I sagnfræði var fátt ritað árið 1891, er nokkuð
snerti Island, og er þar ekki í rauninni annars að
geta en ritgerðar einnar eptir dr. E. Beauvois
»um kristna menn á íslatidi í heiðni« (Les chrétiens
(Tlslande au temps de l'Odinism í »Le Muséon, revue
internationale« VIII, 340—354). Er þar fyrst skýrt
frá, hversu ísland fannst og byggðist, og hvaðan
það byggðist, og síðan er sagt frá þeim landnáms-