Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 233
233
legt, og mjög sjaldan sje getið um sundurlyndi eða
úlfbúð milli hjóna.
I sjötta kaflanum er skýrt trá uppeldi barna og
unglinga. Er þar fyrst um útburð barna, um að
ausa börn vatni og gefa þeim nafn, um nafnfesti,
tanngjafir, barnfóstur, samband milli fósturforeldra
og foreldra barna, fóstbræðralag o. fi. Þá er um
uppeldi og kennslu unglinga, leika þeirra, íþróttir,
utanfarir o. fi. Því næst er um æskulíf ungra meyja,
hannyrðir þeirra, bráðþroska o. s. frv.
Sjöundi kaflinn er um þrælana, rjett húsbónd-
ans yfir þeim, álit manna á þeim og fyrirlitning
fyrir þeim, um þrælasölu, hryggilegt ástand þéirra,
og þrá þeirra eptir frelsi. Sumir þrælar hafi þó átt
allgott á Islandi og verið í töluverðum metum hjá
húsbændum sinum. Sumir þrælar hafi og keypt
sjer frelsi eða verið gefið það og verið þá kallaðir
ieysingjar, og er bæði skýrt frá rjettarhag þeirra,
frelsisölinu o. fi.
Attundi kafiinn er um alþingi og stjórnarfar
Islendinga; um skjddu manna að fara á þing, goð-
ana og völd þeirra og stjórnarfarið á þjóðveldistím-
anum yfir höfuð, sem hafi verið höfðingjaveldi. Þá
er lýsing á þinginu og þingreið, þingstaðnum Þing-
völlum, búðunum o. s. frv. Ennfremur um mála-
ferli, meðferð stórmála á þingi, hólmgöngur, lögsög-
una, bardaga á alþingi o. fi.
Níundi kafiinn er um skáldin og kvæði þeirra.
Er þar fyrst utn skoðun fornmannaá skáldskapnum,
goðasagan um uppruna hans, um kenningarnar
(= samlikingar), háttu og kveðandi. Þá er skýrt
frá, live rnikhir mætur ýmsir konungar hafi haft á
skáldlistinni. Hirðskáldin hafi opt verið ágætir her-
menn; þau hafi getað sagt konungunum tii syndanna