Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 234
234
og þó haldið hylii sinni o. s. frv. í þessum kafla
eru mörg sýnishorn af kvæðum fornskáldanna snúin
í sænsk Ijóð, og er sú þýðing bæði lipur og lagleg,
eins og við mátti búast af höfundinum, sem er eitt
af beztu skáldum Svía. Bókin er vfir höfuð laglega
samin og framsetningin víða skáldleg og skemmti-
leg. Þess má enn fremur geta, að framan á kápu
bókarinnar er snotur mynd af stofu hjá fornmönn-
úm, með útskornum súlum, langeldum á gólfi og
Vopnum á veggjum; situr þar bóndi í öndvegi og
konur á palli, en börn leika á gólfi. A miðju gólfi
stendur maður, er ber öl um eld.
III. Bókmenntasaga.
Fyrst skal frægan telja, þar sem er prófessor
Konr. Maurer. Hann ritaði árið 1891 ritgerð »um
Ara fróða og rit hans« (Uber Ari fróði und seine
Schriften í »Germania« XXXVI, 61 — 96). Er þar
fyrst yfirlit yfir hvað skrifað hafi verið um Ara og'
ritstörf hans síðan M. fyrir rúmum 20 árum samdi
ritgerð sína um hann í Germ. XV, 291—321. Því
næst getur hann þess viðvíkjandi æfisögu Ara,
að hann verði enn sem fyr að álíta, að Ari hafi átt
Þórnesingagoðorð eða part í því, þótt sumir álíti
það eigi fullsannað, og greinir hann ástæður fyrir
skoðun sinni. Að því er ritstörf Ara snertir, þá
álítur hann ekki ómögulegt, að það sje rjett, að
hann kunni að hafa átt einhvern þátt í ritgerð Þór-
odds rúnameistara um rúnastafrofið. Hins vegar
verði ekki sjeð, að hann hafi ritað annað af sögu-
ritum en Islendingabók, sem hann hafi tvíritað, aðra
lengri með ættartölu og konungaæfum, en hina
styttri, þar sem báðum þessum köflum hafi verið
sleppt. Hann hafi því hvorki ritað sjerstaka Kristni-