Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 235
235
sögu, Konungasögur nje Landnámu, eins og sumir
hafi þó álitið (t. d. Guðbrandur Vigfússon, A.
■Gjessing og dr. B. M. Olsen, sbr. Tímar. Bók-
mfj. 1889, bls. 214—240). Segir hann, að allt, sem
Ari hafi ritað um ættartölu eða landnám, konunga-
æfi og sögu kristninnar, hafi verið í hinni eldri Is-
lendingabók hans, og það hafi svo aðrir ritað og
gert sjálfstæð rit úr hverjum kafla, með þeim við-.
aukum og breytingum, er þeim sýndist. Tekur M.
fram margar og miklar ástæður fyrir máli sinu, sem
hjer yrði of iangt upp að telja, en það eitt cróhætt
að segja, að ckki muni lítils við þurfa, ef andmæl-
«ndum á að takast að hrekja þær allar.
Um sögu Olafs konungs Tryggvasonar hefur
þýzkur fræðimaður, dr. G. M org ens t er n, ritað bók,
sem heitir »Oddr—Fagrskinna—Snorri« (Leipzig 1890),
sem ekki var getið um í síðustu ritsjá, og þykir því
rjett að geta hennar hjer. Aðalefni þeirrar bóka.r
er sem hjer segir:
Af sögu Olafs Trygg.vasonar eptir Odd munk
eru til tvær þýðingar í heilu lagi, og er hin eldri
þeirra í Stokkhólmi (útgefin af Munch í Kristjaníu
1853). Þessa þýðingu notaði höf. Fagrskinnu, en
sá, er ritaði hina þýðinguna, sem er í handritasafni
Arna Magnússonar (útgefin í Fornmannas. X), hafði
aptur hliðsjón af Fagrskinnu. Hins vegar notaði
Snorri Sturluson bæði hina-eldri þýðingu og Fagr-
skinnu. En sá, er reit Olafs sögu Tryggvasonar
hina meiri (í Fornmannas. I—III), notaði aptur
Heimskringlu Snorra. Þá er Ólafssagan í Flateyjar-
bók, og er liún bæði byggð á Ólafssögu hinni meiri
(í Fms. I—III) og hinni yngri þýðingu af sögu Odds
munks (í Fms. X).
Arið 1888 gaf hollenzkur vísindamaður dr. R.