Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 236
236
Boer út góðn, útgáfu iif Örvar-Odds sögu. En hann>
l.jet ekki þar við sitja, heldur hjelt áfram rannsókn-
um sínum um söguna, og árið 1891 skrifaði hann
alllanga ritgerð »um Örvar-Oddssögu« (Uber die
Örvar-Odds zaga í »Arkiv f. nord. Filol.« VIII, 97—
139). Segii hann það auðsætt, að sagan sje eigí
ausin úr einum brunni. Sumt af efni hennar sje al-
mennar sögusagnir, en sumt sje tekið úr sögum
þeirra Ketils hængs og Grims loðinkinna, enda sje
henni áþreifanlega hnýtt við þær sögur. Elztu hlut-
ar sögunnar sjeu frásagan um Bjarmalandsför Odds.
og dvöl hans og afrek við hirð Herrauðs konungs,.
en þó einkum för hans til Bjálkalands. Sá Oddr,
sem þar er sagt frá, sje sami maðurinn og Óttarr
(Othere) hinn háleyski, er Elfráður Englakonungur
segi frá í »Orosius«. Frásögnin um Odd við hirð
Herrauðs konungs og frásögn Nestors, sagnaritara.
Rússa, um hinn rússneska höfðingja Oleg, eptirmann
Rúriks, eru báðar sprottnar af einni rót. Við þessar
frásagnir var svo hnýtt frásögninni um hólmgöng-
una í Sámsev, sem upphaflega átti hvorki skylt við
sögu Starkaðs nje Odds. Elzta frásögnin um hana
er í Danasögu Saxa (I, 280). Að því er til kvæð-
anna kemur, þá segir hann dánaróð Hjálmars (v. 16
—27 í útg. B.) kveðinn um miðbik 10. aldar og sje-
frásögnin i sögunni byggð á honum að minnsta kostí
meðfram; jafngamlar honum sjeu og visurnar um
samtal Hjálmars og Odds o. s. frv. á undan hólm-
göngunni (v. 8—15). Aptur sje æfidrápu Odds bætt
við seinna, og sje elzti hluti hennar kveðinn um
1300, en sá yngsti líklega ekki fyr en um 1400.
Vísurnar um kappdrykkju Odds við þá Sjólf og Sig-
urð og iþróttageip þeirra (v. 11—35) hafl líklega
verið kveðnar til sæmdar Sigurði Jórsalafara. Þær