Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 237
237
•sjeu eldri en sagan, enda sje margt i þeim á annan
veg en í sögunni segi. Lausavísurnar í sögunni (10
heilar og 2 vísuhelmingar) sjeu sumpart (3—5, 7)
leifar af eldri æfidrápu, og sjeu einstaka vísur úr
"henni teknar upp í afrekabálk þeirra Odds og Sig-
urðar og Sjólfs (26—29, 31—35). Þessi æfidrápa
•stafi líklega frá 11. öld, og með því að hún sýni,
að sagan hafi verið til áður en hún var ort, þá geti
sagan sjálf ekki verið yngri en frá 11. öld, og hafi
'hún þá í öllum meginatriðum verið sögð á sama veg
■eins og nú í hinni rituðu sögu.
Sænskur maður, kennari við háskólann i Lundi,
■úr. TheodorHjelmqvist, skrifaði bók, sem heitir
»Náttúrulýsingar í norrænum skáldskap« (Natur-
skildringarna i den norröna diktningen, Stokkhólmi
1891; 215 bls.). Sýnir hann þar með ótal dæmum
úr öllum fornritunum, bæði sögum og kvæðum,
“hverja skoðun formnenn hafi haft á náttúrunni og
hvernig þeir hafi skilið náttúru-viðburðina. Til skoð-
ana þeirra á henni hafi meginþorri allra kenninga,
og að mörgu leyti fjöldi goðsagna, átt rót sina að
rekja. Kenningarnar sjeu hreint og beint samlik-
ingar, sem skýri hugsun skáldsins með því að likja
því, sem um er rætt, saman við náttúruna eða ým-
islegt í henni. Hjá hinum elztu skáldum sjeu þess-
ar samlíkingar heppilegar og mjög fagrar, og eins
sjeu þa-r hjá einstaka góðskáldi seinna (t. d. Sturlu
Þórðarsyni); en hjá æðimörgum skáldum verði þó
kenningarnar með timanum merglaust orðatildur,
sem litla eða enga þýðingu hafi fyrir efnið, enda
sjeu þær þá vanalega upptugga eptir eldri skáldum,
en fegurð samlikingarinnar fölnuð og farin. Höf.
tekur opt dæmi úr nútiðarskáldskap og ber hanu
saman við skáldskap fornmanna, og má margt af