Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 238
238
þeim samanburði iæra. Hann skýrir frá skoðuit
Norðurlandabúa á náttúrunni og ást þeirra á fegurð-
hennar, afstöðu þeirra til höfuðskepnanna, vatnsins,.
ljóssins (sólarinnar), dægrafars, dýra, jurta o. s. frv.
Einkurn er rækilega sýnt fram á náttúrulýsingarnar
i goðasögunum og þýðingu þeirra fyrir þær. Bókin
er verulegur þáttur í þjóðmenningarsögu Norðurlanda
og getur verið lesendum sinum handhæg og góð
skuggsjá til þess að gefa þeim kost á að gægjast
inn í sálarlíf og hugsunarhátt forfeðra vorra.
Síðan landi vor Jón Eiriksson árið 1769 ritaði
»De somniis« (Observationum ad antiquitates septen-
trionales pertinentium specimen), sem nú auðvitað er
urelt og fullnægir ekki lengur rannsóknarþrá manna,
hefur ekkert verið skrifað að marki um drauma i
fornum ritum þangað til árið 1890. Þá ritaði þýzk-
ur fræðimaður, dr. W i 1 h e 1 m H e n z e n, bók, sem
heitir »um drauma í norrænum fornritum« (ÍJber die
Traume in der altnordischen Sagalitteratur, Leipzig-
1890), og er í henni allgott yfirlit yfir það efni og
sýnt fram á hina bókmenntalegu þýðingu draumanna
o. fl. Fyrst er inngangur, og er þar einkum um
þýðing og uppruna orðsins »draumur«. Segir höf.,
að það eigi kyn sitt að rekja til indó-germ. rótar-
innar dreugh, sanskr. druh (= skaða) og af sömu
rót sjéu sprottin orðin draugur og drottinn, sem
eins og orðið gramur (= konungur) hafi haft þrjár
þýðingar hverja upp af annari: 1) óvinur, fjand-
maður; 2) hershöfðingi; 3) höfðingi, konungur. Svo
byrjar ritið sjálft, og er þar fyrst bent á, að draum-
arnir eigi rót sína að rekja til hinnar ákafiegu for-
Iagatrúar fornmanna. En af því að menn báru svo
mikinn kvíðboga fyrir þýðing draumsins, var mörg-
um gjarnt til að reyna að skoða hann sem mark-