Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 239
239
leysu (draumskrök, svefnóra o. s. frv.) eða menn
kváðu hann mundu vera fyrir veðrum, hversu ólík-
legt sem það var, einungis til þess að komast hjá
að hugsa sjer enn verri þýðingu. Menn vóru og
hræddir við að ráða drauma annarra rjett og segja
þeim ráðning þeirra. En væri draumarnir ráðnir
fyrir dauða manna, þá trúðu menn því, og skrökv-
uðu menn því stundum upp draumum til þess að,
hræða aðra. Bæði draummyndin og draugmyndin,
eru sprottnar af trúnni á ódauðleik sálarinnar, og
að hún sje sjerstök vera, sem bæði geti lifað í lík-
amanum og líkamalaus. En draugmyndin er meira
líkamleg (er stundum hálshöggin o. s. frv.) en hin.
Draummynd dauðra manna birtist vanalega til þess;
að ónáða menn, en draugmyndin vanalega af því,
að hún hefur ekki getað öðlazt næði og ró eða hef-
ur verið ónáðuð. Sálir lifandi manna birtast í draumi
sem fylgjur, og eru þær ávallt í dýralíki, ýmist
sem villidýr (birnir, úlfar, geltir, hirtir, refar (ref-
keilur), Ijón, hljebarðar), alidýr (naut, hestar, hund-
ar), fuglar (ernir, hrafnar, læmingjar, álptir, hauk-
ar, fálkar) eða sem ormar (höggormar, drekar).
Dýramyndir tákna sjaldan annað 1 draumi en fylgjur,
þótt stöku dæmi megi finna til annars. Klæðnaður-
inn getur haft þýðingu í draumi; »rauður kvrtill og
rauðar hosur« táknar víg, »skyggður línkyrtill«
drukknan o. s. frv. Enn fremur orðaleikur eða tví-
ræðar setningar. Það var skoðuð sem sjerstök gáfa,
að geta dreymt og kunna að ráða drauma. Að geta.
alls eigi dreymt var beinlínis skoðaður sem sjúkleiki;.
þeir menn vóru kallaðir »draumstola«, og leituðu
menn sjer lækninga við því. Eins beittu menn ýmsra
bragða til þess að láta sig dreyma á ákveðnum,
dögum eða vissum tímum árs, þegar drapmar vóru-.