Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 240
240
■álitnir hafa meiri þýðingu en ella. Bæði lifandi
menn, guðir og hálfguðir birtust í draumi. Opt
þóttust menn sjá draummyndina líða sem svip í
burtu í því menn vöknuðu, og stundum fundu menn
gjafir, er mönnum þótti draummaðurinn hafa gefið
«jer. Þetta styrkti menn i trúnni á sannleik draum-
sjónarinnar. — Draumar þeir, sem sagt er frá í sög-
unum, sje ýmist runnir úr hugmyndalífi þjóðarinnar
sjálfrar eða úr hugmyndalífi skáldanna einna. Suma
þeirra hafi menn drevmt 1 raun og veru, en fjöldi
þeirra sje tilbúningur söguritaranna í líking við eldri
•drauma. Einkum sje Islendingum mjög gjarnt til
að skreyta frásögnina með draumum og draumvis-
«m.
í síðustu ritsjá var nokkuð skýrt frá þeirri
•skoðun prófessor Bugges, að hinar norrænu goða-
og hetjusögur ættu að mestu eða miklu leyti rót sina
að rekja til sagna, er norrænir víkingar hefðu numið
fyrir vestan haf á 9., 10. og 11. öld. Eptir því ættu
fornrit íslendinga og Norðmanna að vera töluvert
háð bókmenntum Ira, og þykir þvi hlýða, að geta
hjer nýrra rannsókna um þetta efni. Þetta verður
varla betur gertáannan hátt, en með því að skýra
frá efni fyrirlesturs, sem prófessor Bugge hjelt sjálf-
ur á fundi visindafjelagsins í Kristjaníu 28. apríl
1891 um »nýjar rannsóknir um andlega menning og
«káldskap íra í fornöld og afstöðu þeirra til nor-
rænna bókmennta« (Nyere Forskninger om Irlands
gamle Aandskultur og Digtning i dens Forhold til
Norden). Með því að hinar fornu bókmenntir Ira
munu litt kunnar á Islandi, en fyrirlesturinn hins
vegar verða í fárra höndum, þykir ekki ólíklegt,
-að mönnum muni kærkomið, að útdrátturinn úr