Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 241
241
honum sje gerður nokkuð fyllri og ýtarlegri en úr
flestum öðrum ritum.
I. Saga Norðurlanda hefst við lok 8. aldar.
Af írskum ritum má ráða, að Norðmenn hafi þegar
á fýrra hlut 7. aldar náð nokkurri fótfestu á Hjalt-
landi (Shetland), en vjer höfum þó ekki ljósar sögur
af ferðum Norðurlandabúa til hinna brezku eyja fyr
en skömmu fyrir aldamótin 800. Þóttu þeir þá engir
þokkagestir, því þeir eyddu allt með báli og brandi.
Svo virðist sem þeir hafi fyrst komið frá Hörðalandi
og bendir það til þess, að hið elzta írska nafn á
Noregi er Hirotha. Síðan þetta varð hafa samgöngur
milli Englands og Norðurlanda jafnan haldizt, og er
flestum ljóst, hver áhrif þær hafa haft á menning
vora að fornu og nýju. En samgöngur milli Irlands
og Norðurlanda hættu snemma, og jafnframt gleymdu
menn, hvaða þýðingu þær höfðu haft. Það var eins
og minningin um áhrif hins keltneska þjóðflokks og
sjerstaklega Ira á menning Norðurlandabúa á æsku-
skeiði þeirra hefði sokkið niður á mararbotn. Irar
misstu sjálfsforræði sitt og tungu þeirra fór hnignandi,
svo hún varð alþýðumál eitt, og jafnvel vísindamenn
Ira sjálfra skildu lítið eða ekkert í þeim kvæðum,
sem fornskáld þeirra höfðu lcveðið á löngu liðnum
öldum. Fornmenning þessarar þjóðar er þó full-
komlega þess verð, að henni sje gaumur geflnn,
bæði af hálfu Norðurálfubúa í heild sinni, en þó
einkum af oss. Norðurlandabúar þjökuðu Irlandi i
liðug 200 ár, og ber saga íra þess órækar menjar.
Hins vegar er óhætt að segja, að menning Norð-
manna og Islendinga í fornöld stafi að mörgu leyti
frá Irlandi, og munu áhrifln þaðan eigi hafa verið
all-litil.
A hinum síðustu árum er smám saman farið að
16