Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 244
244
sem fyr nieir var þar til, hafa norrænir víkingar
sjeð og eyðilagt þær.
Eptir lok víkinga-aldarinnar hófst ný bókmennta-
öld á írlandi. Menn fóru að tína saman leifarnar,
afskrifa þær, umrita og auka. Nú fór að koma
fram ný stefna í ritsmíð Ira og bera á áhrifum frá
norrænum víkingum og bókmenntum Norðurálfunnar
yíirleitt. Hinar gömlu sögur komu uú fram í nýrri
mynd og nýjum búningi. Menn skrifuðu fjölda
handrita, sem hvort um sig er eitt stórt ritsafn, að
sínu leyti eins og handritið Flateyjarbók á Islandi.
Hið elzta af þessum handritum, sem nú er til, er
frá aldamótunum 1100.
I fornbókmenntum Ira er einkum vert fyrir oss
að skoða h etj usögurnar. Þjóðbúningur þeirra
var hjá Germönnum frá upphafi söguljóð með hljóð-
fallsrími. En svo var eigi hjá Keltum. Við hirðir
hinna keltnesku fylkiskonunga vóru frá alda öðli
söngskáld (Barder), sem sungu sumpart lotkvæði
um menn, atburði eða staði urn leið og þeir ljeku á
hörpu sína, og sumpart báðvísur eða ílím, en þeir
mæltu ekki fram eða kváðu hetjukvæði í söguljóð-
um. Þjóðsagnabúningur Kelta var sá, að segja frá
viðburðunum í bundnu máli, en þar sem slíkt þótti
við eiga frá efnisins hálfu, fijettuðu þeir vísum eða
söngum inn í frásögnina ýmist sem eintali eða sam-
tali. Hetjukvæðahöfundar Germana samsvara þannig
sagnahöfundum eða sögumönnum Kelta.
Hetjusögur íra skiptast í tvö stór sagnakerfi.
Er annað þeirra norðurírskt frá Ulster, og ber þar
mest á hinni frægu Ulsterhetju Cuchulinn, sem á að
hafa lifað um það leyti, er Kristur fæddist. í þessu
sagnakerfi höfðu þegar á 7. öld myndazt stórar
sögur, sem þá vóru færðar í letur. Þessar sögur