Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 245
245
vóru svo sagðar upp aptur og aptur, endurritnar
og auknar kynslóð eptir kynslóð, og um lok 8. aldar
fer að bera á norrænum víkingum í frásögninni.
Frá þeim tíma má og i sögum íra sjá menjar hetju-
ljóða Germana, sem þeir kynntust nú bæði hjá
Norðurlandabúum, Engilsöxum og öðrum Germöuum.
Er norrær.um víkingum í frásögum íra lýst sem
risavöxnum köppum og sumum jafnvel með horn-
hörundi. I sögum þessum er hetjudugur og herfrægð
lofuð hástöfum, og nær það eigi einungis til dæmafás
afls, heldur og til mikillar vígfimi og leikni í að
stökkva og kasta, sem menn temja sjer frá bnrnæsku.
Hetjurnar eru ekki ríðandi, heldur aka þeir á her-
vögnum, eins og í Ilionskviðu Hómers, og standa
vagnstjórarnir við hlið þeirra. Mjög kveður að
konum í þessum sögum, og er þeim stundum lýst
sem fremri bóndum sínum í hyggindum og dáðríki.
Standa ráð þeirra þá svo djúpt, að þær í rauninni
stýra gangi viðburðanna.
Stundum kemur tryllingur i herskapar-andann í
frásögninni, svo að hún verður næstum hryllileg.
Þannig segir á einum stað svo: Cuchulinn setti inn
fexta böðvar- og vígþrymu-hjálm á höfuð sjer; frá
hverju horni hans og hverri hlið gullu við óp hundr-
að hetja með óþreytandi hljóðum og þrumuraddir
endurkváðu frá öndum og tröllum, frá álfum dalanna
og þokuvættum loptsins bæði fyrir honum, uppi yfir
honum og umhverfis hann, er hann bjóst að úthelia
blóði hermannanna. Á öðrum stað er sagt frá því,
að eitt sinn þegar Cuchulinn 7 vetra að aldri gekk
úr orustu, þá var eldfjör hans svo mikið, að það
varð að láta hann niður í þrjú ker full af ísköldu
vatni, hvert á fætur öðru, til þess að kæla í honum
ofsann. I fyrsta kerinu varð vatnið svo sjóðheitt