Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 246
246
að kerið sprakk, í öðru ólgaði og sauð, en í þriðja
varð vatnið volgt.
Annað sagnakerfi Ira er kennt við Ossian. Arið
1760 gaf Skoti einn, James Macpherson að nafni, út
kvæði Ossíans, og lásu menn þau með stórmikilli
aðdáun um alla Norðurálfuna- Þannig ljet skáld-
konungurinn Goethe hinn unga Werther segja:
»Ossían hefur útrýmt Hómer úr hjarta mjer«.
Macpherson kvað kvæði þessi vera frá 3. öld, og
þá hefði Ossían verið uppi, en margir vóru á því,
að hann hefði sjálfur búið þau til, og varð úr þessu
hin mesta ritdeila. Sannleikurinn er sá, að M. hefur
í skozkum munnmælum fundið sögur og kvæði,
sem áttu við Fingal og Ossían, og þetta hefur hann
kveðið upp og aukið við ýmsu frá sjálfum sjer. En
sagnakerfi þetta er ekki skozkt að uppruna, heldur
liefur það borizt til Skotlands frá Irlandi á seinni
hluta miðaldanna. Aðalhetja sögunnar er Fingal
eða rjettara sagt Finn Cumalsson. Sonur Finns er
Ossían, sem að rjettu lagi heitir Ossin1, og honum
eru í munn lögð kvæði, sem segja frá örlögum hans.
Sonur Ossins er OsJear1.
I skáldritum Ira frá 15. öld er Finn látinn vera
æðsti herforingi yfir herliði, sem jafnan átti að hafa
landvörn á hendi gegn árásum útlendinga. Þetta
herlið var kallað fiann og þaðan stafar nafnið
F e n í a r hjá Irum nú. Þegar Finn og Feníar hans
þurftu eigi að eiga í ófriði, skemmtu þeir sjer á
dýraveiðum og við ástar-æfintýri. Þessi landvarnar-
1) í ritgerð sinni í »Zeit'schr. f. d. Alterth.c XXXV, 252—
255 segir Zimmer, að Ossin sje sama og A s v i n (r) og Oscar
sama nafnið og Ásgeirr.
V. G.